The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Monday, March 31, 2008

Performance of Icelandic Bands Hellvar | Vicky Pollard | Motorfly in China in Jeopardy

Chinese authorities seem reluctant to grant three Icelandic bands permission to perform at the Midi Music Festival, which will be held there the first week of May, after Björk declared support for Tibetan independence during her recent concert in Shanghai.
Björk’s stunt angered Chinese authorities and now it is uncertain whether the members of the three bands, Vicky Pollard, Hellvar and Motorfly, will be given a visa to enter the country, Fréttabladid reports.
“We are in constant contact with our spokesperson at the festival and he has told us to stay calm and wait,” said Ásgeir Gudmundsson, band manager for Vicky Pollard.
Source:
Iceland Review Online www.icelandreview.com
Original article in Fréttabladid:
Kínaferð hljómsveita í uppnámi eftir Tíbetsöng Bjarkar
Tvísýnt er um þátttöku þriggja íslenskra hljómsveita á Midi-tónlistarhátíðinni sem verður haldin í Kína fyrstu vikuna í maí.
Ástæðan er hvatningarorð Bjarkar Guðmundsdóttir til Tíbetbúa á tónleikum í landinu á dögunum.
"Þetta byrjaði að vera eitthvað vesen eftir það," segir Eygló Scheving Sigurðardóttir, söngkona Vicky Pollard, sem er ein hljómsveitanna þriggja. Hinar eru Hellvar og Motorfly.
Ásgeir Guðmundsson, umboðsmaður Vicky Pollard, segir að verið sé að vinna í málinu. "Midi-festivalið hefur alltaf verið bara haldið í Peking en núna stendur til að halda hátíðina bæði í Peking og Sjanghaí. Við áttum að vera með tónleika í Peking 1. og 2. maí og í Sjanghaí 3. og 4. en kínversk stjórnvöld eru að hugleiða hvort þau ætla að setja einhverjar takmarkanir á erlenda listamenn. Ef þau gera það verður ekkert af Sjanghaí-tónleikunum," segir Ásgeir, sem veit vel ástæðuna fyrir þessum takmörkunum. "Þær eru út af ummælum erlendra listamanna í Kína. Það er ekki út af neinu öðru, ég veit það fyrir víst. Það er ekkert leyndarmál." Spurður hvort Tíbetsöngur Bjarkar í laginu Declare Independence sé ekki höfuðástæðan, segir Ásgeir: "Ég vil ekkert tjá mig opinberlega um hverjum það er um að kenna. Fólk getur sagt sér það sjálft."
Ásgeir vonast til að hnúturinn leysist von bráðar. "Við erum í stöðugu sambandi við okkar tengilið inn í festivalið. Hann biður okkur um að bíða róleg. Allt varðandi vegabréfsáritanir er líka miklu flóknara í ár út af Ólympíuleikunum og það er búið að herða allar reglur um straum fólks til landsins," segir hann.
Gangi allt að óskum verður ferðin til Kína fyrsta tónleikaferð Vicky Pollard. "Þetta er svakalega spennandi og gaman að fá að fara á svona stóra hátíð því þetta er stærsta rokkhátíðin sem er haldin í Kína. Þetta er svaka tækifæri fyrir okkur," segir hann og bætir við að það yrði hálfglatað ef ekkert yrði af ævintýrinu.
freyr @ frettabladid.is

No comments: