The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Wednesday, December 05, 2007

7. December: Allir í strætó með Hellvar @ 18:00 | 8. December a Gig @ Gaukurinn

Hellvar
December the 7th 2007
on a bus tour with Strætó frá Lækjartorgi
Downtown Reykjavík // Cost : Free

Concert @ Gaukurinn 8. December 2007

Útgáfugigg Hellvar verður haldið í Strætó sem fer frá Lækjartorgi klukkan 18.00. Þar mun hljómsveitin spila lög af nýútkominni plötu sinni, "Bat out of Hellvar".
Hljómsveitin Hellvar bryddar nú upp á nýstárlegri leið til að fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar sem heitir Bat out of Hellvar. Föstudaginn 7. desember klukkan 18.00 mun strætisvagn leggja af stað frá Lækjartorgi og innbyrðis er Hellvar, ásamt öllum sem vilja vera viðstaddir. Strætóinn keyrir hring og á meðan mun Hellvar leika lög af nýju plötunni. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem útgáfutónleikar eru haldnir í strætisvagni á Íslandi og verður mjög spennandi að vita hvernig tekst til. Hellvar er upphaflega samstarfsverkefni Elvars Geirs Sævarssonar og Heiðu Eiríksdóttur og hljómsveitin var stofnuð í Berlín þar sem þau bjuggu. Í ár bættustu svo við gítar- og hljómborðsstúlkan Alexandra Ósk Sigurðardóttir og bassaleikarinn Sverrir Ásmundsson. Hugmyndina að Strætótónleikunum kom umboðsmaður Hellvar, Atli Kerans, með á fundi þar sem verið var að leita að tónleikastað. Það er staðreynd að strætisvagnarnir eru alls ekki nægjanlega nýttir og þeir eru því laust rými í Reykjavíkurborg. Hljómsveitin greip þessa hugmynd á lofti og naut hún strax mikils stuðnings frá Strætó bs, sem fagna því að strætisvagnar þeirra séu nýttir til að leggja stund á listir. Auk þess að vera nýjungagjarnir með eindæmum eru meðlimir Hellvar mjög hlynntir umhverfisvernd og finnst því frábært að geta nýtt útgáfutónleika sína til að lokka fólk inn í strætisvagn.,,Við vonumst að sjálfsögðu til að það verði vagnfyllir", segir Heiða, ,,en hljómurinn í Strætó á enn eftir að koma í ljós. Það kemur þó ekki að sök þótt hann verði ekki fullkominn því það er upplifunin sem skiptir máli. Það að ferðast um götur Reykjavíkur í almenningsvagni og horfa út um gluggann á lífið í borginni á meðan hlýtt er á skemmtilega tónlist hlýtur að vera eitthvað sem verður gert mun meira af í framtíðinni, ef vel tekst til hjá okkur."
Leið Hellvar leggur af stað klukkan 18.00 frá Lækjartorgi og keyrt verður milli Lækjartorgs og Hlemms og að sjálfsögðu er frítt inn.Fyrir þá sem komast ekki er bent á að Hellvar spilar einnig á Gauki á Stöng laugardagskvöldið 8. desember, á útgáfuhátíð plötuútgáfunnar Kimi Records, sem gefur út plötu þeirra.

No comments: