The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Sunday, January 14, 2007

Article in Icelandic Newspaper Visir 4.1.2006


Hellvar slúttar í Suðsuðvestur

Dagbladid Visir - 4 Jan. 2006

Á föstudag 6. janúar kl.18 og fram eftir verður lokahóf í sýningarýminu Suðsuðvestur í Keflavík. Hljómsveitin Hellvar hefur gert sig heimakomna þar með allar sínar græjur og tekið upp tónlist og blæs nú til veislu þar sem lokaafurðin verður til sölu á geisladiski. Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík. Eina reglan sem þau gengu inn með í SSV var að ekkert mátti nota af hugmyndum sem nú þegar voru fæddar en ekki var búið að vinna úr. Verkið er því innsetning um leið og um gerð tónlistaverks er að ræða. Hellvar heldur lokapartí og býður fólki að kaupa verkið á geisladiski. Geisladiskurinn inniheldur tónlistina sem orðið hefur til og videó-myndir sem myndlistarkonan Sunna Guðmundsdóttir tók upp við opnun þessa verkefnis.Verða til sölu tuttugu eintök af verkinu. Hellvar er lítil hugmynd sem óx og óx og er nú orðin að veruleika. Upphaflega varð Hellvar til þegar Heiða og Elvar rugluðu saman reitum sínum og komu fram á Innipúkanum 2003. Voru skötuhjúin að spila órafmagnað á gítara og syngja hugljúft með.
Hellvar fluttist síðan til Berlínar haustið 2004 og lögðust í tónlistarsköpun. Þar fann Hellvar sitt sanna sjálf: rafrokk með popp- og pönkáhrifum. Hefur staðsetning haft áhrif því það festist við Hellvar að nota trommuheila eins og þýskir frumkvöðlar eins og Kraftwerk og D.A.F. gerðu gjarnan. Heimkomin eftir ár í Berlín héldu Hellvar nokkra tónleika, og spiluðu þá meðal annars á Innipúkanum 2005. Elvar og Heiða voru nú sjóaðir rafrokkarar þar sem þau voru iðin við að spila úti í Berlín. Þau fengu til liðs við sig Flosa Þorgeirsson á bassa, og þannig spiluðu þau til dæmis á Iceland Airwaves 2005.

No comments: