The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Saturday, June 09, 2007

Heida wanted to be elected !

Elections in Iceland 2007
Nafn: Ragnheiður (Heiða) Eiríksdóttir
Skipar þriðja sæti í Suðurkjördæmi
Ragnheiður Eiríksdóttir er betur þekkt undir nafninu Heiða. Undir því nafni hefur hún komið fram í ýmsum hljómsveitum, þar á meðal Unun, sem margir muna eftir. Ragnheiður er fædd í Hafnarfirði en ólst upp í Reykjavík, Keflavík og á Álftanesi. Hún býr nú á Reykjanesi með fjölskyldu sinni. Ragnheiður lærði heimspeki við Háskóla Íslands og tók svo eitt ár í Masternámi í Technische Universität í Berlín. Hún var auk þess eitt ár sem skiptinemi í Lycée Perrier í Marseille, og hefur 3. stig í klassískum gítarleik. Ragnheiður hefur unnið ýmis störf um ævina. Hún hefur verið blaðamaður á Blaðinu og víðar, tónlistargagnrýnandi fyrir Rás 1 og 2. Þekktust er hún að sjálfsögðu fyrir tónlist sína. Maki Ragnheiðar er Elvar Geir Sævarsson, tónlistarmaður. Þau eiga soninn Óliver, sem er leikskólastrákur og ofurhetja, fæddur 2001.
http://www.vg.is/frettir/blogg/13

Staða innan VG: Í þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hvað væri það fyrsta sem þú myndir laga eða breyta í samfélaginu? Hækka skattleysismörkin töluvert.
Hver er þinn pólitíski bakgrunnur? Friðarsinni frá fæðingu, náttúruverndarsinni til nokkurra ára, og nokkuð lengi verið ósátt með stöðu mála í íslensku þjóðfélagi.
Hver eða hvað hefur haft mest áhrif á þig til að móta stjórnmálaskoðanir þínar? Kapítalistar og efnishyggjumenn sem hugsa um skyndigróða sama hvaða fórnir þarf að færa hafa hert mig til að berjast gegn þeim með kjafti og klóm.
Hvað er að vera pólitískur að þínu mati? Að gefast ekki upp.
Hvaða leið er best að fara til að virkja almenning til að taka þátt í samfélagsþróun? Ein leið væri að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum málum sem hefðu mikil áhrif á líf almennings í landinu. Það væri raunverulegra lýðræði en er í dag.
Hvaða bók, kvikmynd og/eða tónlist hafði mest áhrif á þig og skoðanir þínar? Þættirnir um síðari heimsstyrjöldina sem voru sýndir í sjónvarpi árið 1976, þegar ég var fimm ára, höfðu mjög mikil áhrif á mig. Ég er enn að reyna að skilja hvers vegna einhverjir kjósa enn að fara í stríð eftir þær hörmungar sem áttu sér stað í heiminum í síðari heimsstyrjöldinni.
Hvað er að vera vinstri græn í þínum huga? Að vera vinstri græn er að viðurkenna þörf fyrir ríkisrekstur til að auka jöfnuð manna á milli, og hugsa jafnframt á umhverfisvænum nótum með því að finna úrlausnir til verndar náttúrunni.
Hver voru fyrstu samtökin sem þú gekkst í? Skátarnir sem barn, og Amnesty sem unglingur.
Hvað varð til þess að þú gekkst til liðs við VG? Ég held að líkur sæki líkan heim.
Hvaða ráðuneyti hefðir þú helst áhuga á að stýra? Sérstöku friðarráðuneyti sem ynni jöfnum höndum að friði á jörðu og friðun náttúrunnar.

No comments: