The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Friday, July 30, 2010

Hellvar spilar í Bandaríkjunum

Fréttablaðið, 30. July 2010
Hellvar spilar í Bandaríkjunum
Hellvar stekkur í stúdíó í september og tekur upp nýja plötu með trommara í stað trommuheila innanborðs.
Hellvar stekkur í stúdíó í september og tekur upp nýja plötu með trommara í stað trommuheila innanborðs.
Hljómsveitin Hellvar leggur í tónleikaferð til Bandaríkjanna eftir helgi. Bandið kemur fram í norðurhéruðum New York-ríkis á þremur tónleikum og endar ferðina á tónleikum í New York.
Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar í New York-ríki, en árið 2007 spilaði hún á nokkrum velheppnuðum tónleikum. Hellvar hefur nú verið boðið að leika á Hudson Harbor Fest þann 7. ágúst, en það er menningarhátíð Hudson-borgar sem haldin er árlega.
„Aðilar sem eru í menningarnefnd Hudson-borgar og sjá um þessa menningarhátíð, sáu okkur spila þarna árið 2007. Þeim leist vel á okkur og ákváðu að athuga hvort við værum til í að koma fram á hátíðinni," segir Heiða Eiríksdóttir, söngkona Hellvar. Hefð er fyrir því að para saman Bandarískt band og erlent band á hátíðinni og er það harðkjarnasveitin Cosmopolitian frá Kaliforníu sem Hellvar kemur fram með 7. ágúst.
„Við vorum búin að vera að plana það að spila þarna með vinum okkar frá Berlín sem búa í New York þannig að við pússluðum þessu saman þegar við fengum þetta boð," segir Heiða. En Hellvar mun spila á Party Expo í Brooklyn með hljómsveitunum Small Devices, Soft skin og Great Tiger þann 9. ágúst.
Í september mun Hellvar síðan hefja upptökur á nýrri plötu með nýjum trommara sem bættist í hópinn snemma á þessu ári. „Það verður spennandi að heyra hvað kemur út úr þeim þar sem það hefur orðið smá breyting á okkur. Þó Hellvar-sándið verði alveg til staðar þá grunar mig að það verði aðeins meira rokk og aðeins meiri hávaði í okkur núna," segir Heiða.

Thursday, July 29, 2010

Hellvar spilar sig til Bandaríkjanna

Hellvar spilar sig til Bandaríkjanna

Hljómsveitin Hellvar er á leiðinni til Bandaríkjanna í stutta tónleikaferð þar sem hún spilar í norðurhéröðum New York-fylkis áður en hún leikur í New York-borg þann 9. ágúst. Hellvar mun nær eingöngu leika lög af komandi stórri plötu sinni en læðir þó inn einu og einu lagi af frumrauninni “Bat Out Of Hellvar” sem kom út 2007. Þetta er í annað sinn sem Hellvar spilar í New York-fylki en þangað fór sveitin haustið 2007, og spilaði í borgunum Chatham, Troy og Albany. Nú hefur hljómsveitinni verið boðið að leika á Hudson Harbor Fest þann 7. ágúst, en það er menningarhátíð Hudson-borgar sem haldin er árlega niðri við Hudson-á. Þar mun Hellvar spila ásamt harðkjarnasveitinni Cosmopolitan frá Kalíforníu. Hellvar leikur svo á tvennum tónleikum til viðbótar í Hudson, á sænska veitingastaðnum DABA þann 5. ágúst og á Musica Loft þann 8. ágúst. Í New York-borg spilar sveitin á Party Expo í Brooklyn með hljómsveitunum Small Devices, Soft Skin og Great Tiger!

Hellvar hefur fram til þessa verið kvartett og fimmti meðlimurinn verið í formi trommuheila en á vormánuðum 2010 var lifandi trommuleik bætt í sveitina með tilkomu hins mjög svo lifandi trommuleikara Ólafs Ingólfssonar. Stífar æfingar hafa því verið í gangi til að þétta og fullgera hljóminn, ásamt því að klára að semja og útsetja næstu plötu.

Við heimkomu heldur hljómsveitin í hljóðver, fersk úr ferðalaginu, til að taka upp nýja efnið.

Source: Poppland @ Rás 2

Hellvar @ Hudson @ 18:00 on 7. August 2010

Tuesday, July 27, 2010

Heiða, Elvar & Oliver Photographs

Óliver in Sólstafir T-shirt
Heiða Eiríksdóttir & Elvar
by Rakel Gunnarsdóttir

Thursday, July 22, 2010

Hellvar Hit The USA: More Details

Hellvar are hitting the States in August for a string of shows that kicks off with a free show @ Peint O Gwrw (@ 13 Railroad Avenue, Chatham, NY 12037) on 5. August.
With an open rehearsal in front of Musica Musicstore (@ 17 N 4th St, Hudson, NY 12534) on 6. August, and a gig @ the Hudson Harbor Festival on 7. August, alongside Californian hardcore band Cosmopolitan.
The band is also scheduled to play @ Party Expo! (929 Broadway Brooklyn NY 11206) on 9. August.
Source: IMX

Tuesday, July 20, 2010

Hellvar Gigs @ NYC/USA August 2010

5. August @ New York City, Albany/Chatham
6. August @ New York City, Albany/Chatham
7. August @ Hudson Harbor Fest @ Henry Hudson Riverfront Park @ 18:30, Hudson NY
Harbor Fest
9. August @ Party Expo 929, Broadway Brooklyn NY 11237

New Hellvar Logo

Monday, July 19, 2010

Wednesday, July 14, 2010

Nóra, Hellvar og Óskar Pétur @ Paddys, Keflavík 22. July 2010

Nóra, Hellvar & Óskar Pétur
@ Paddys, Keflavík
Thursday 22. July 2010 @ 21:30

Nóra recently released their debut album
Hellvar is going to play live @ New York next month:
Gig with new songs & new drummer
Stand up with Óskar Pétur Sævarsson

Sunday, July 11, 2010

Hellvar is going to the USA in August

Hellvar plays @ New York
next month. More news later.
Photographs of Alexandra

Friday, July 09, 2010

Sunday, July 04, 2010

About Unun


Unun
Hljómsveitin Unun var stofnuð af Gunnari Hjálmarssyni (Dr. Gunna), sem hafði verið í sveitunum S.H. Draumi og Bless, og Þór Eldon úr Sykurmolunum. Strax frá upphafi hugsaði sveitin út fyrir landsteinana og ætlaði sér stóra hluti. Fyrsta platan, Æ, kom út árið 1994 og var stuttu síðar enskuð og reynt að koma henni að hjá erlendum plötufyrirtækjum með tilheyrandi spilamennsku og harki. Harkið gaf sig ekki sem skyldi og þegar önnur platan, Ótta, kom út voru bara Dr. Gunni og Heiða eftir af upprunalegum meðlimum.

Meðlimir
Gunnar Lárus Hjálmarsson – Bassi, gítar og söngur
Ragnheiður Eiríksdóttir – Gítar og söngur
Þór Eldon (1993-1998) – Gítar
_________________________________________________
Ólafur Björn Ólafsson (1994-1995) – Trommur
Matthías Hemstock (1995-1998) – Trommur
Þorvaldur Gröndal (1998-1999) – Trommur
Jóhann Jóhannsson (1994-1995) – Hljómborð
Valgeir Sigurðsson (1995-1998) – Hljómborð
Viðar Hákon Gíslason (1998-1999) – Bassi
Source: Unun