The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Sunday, December 23, 2007

Heiða in Grapevine Issue 1 (2004)

Top 8 Icelandic Albums by Heiða
Published in Grapevine: Issue 1, May, 2004 www.grapevine.is
Here you go: The list we’ve all been waiting for. The eight best Icelandic albums of all time (the order is the order of the day, and it might have been different another day.)
Countdown:
8. Múm - Summer make good (2004). Minimal pop, makes you feel good.
7. Gunnar Þórðarson - Gunnar Þórðarson (1975). Sounds like a mixture of Stevie Wonder, Beach Boys and Beck.
6. Sagtmóðigur - Plata (1998). Great Icelandic punk.
5. Olympia - Olympia (1994). Epic Electrometalpunk. Before their time.
4. Reptile - Fame and fossils (1990). Sweet eccentric girl-pop.
3. Bless - Melting (1989). Go check it out, it’s outstanding!
2. Purrkur Pillnikk - Googooplex (1982). My favourite band in the world! Featuring Einar Örn, of later Sugarcubes fame.
and the winner is...
1. Hljómar - Hljómar (1968)
The Songs
1.Sandgerður (A Girl From Sandgerði)
2. Ástarsæla (Love Ecstasy)
3. Ég elska alla (I Love Everybody)
4. Lífsgleði (Life Happiness)
5. Er hann birtist (When He Appears)
6. Saga dæmda mannsins (The Story Of The Outlaw)
7. Dansaðu við mig (Dance With Me)
8. Ég mun fela öll mín tár (I Will Hide All My Tears)
9. Vertu kyrr (Stay)
10. Að kvöldi dags (In The Evening)
11. Ég er þreytt á þér (I Am Tired Of You)
12. Regn óréttlætisins (The Rain Of Injustice)
Hljómar is one of the best bands to come from Iceland. They were the country´s biggest band in the sixties and the seventies, and sometimes called “the Icelandic Beatles”. But I think they’ve got a fair share of uniqueness, and deserve to be remembered for this masterpiece. The album has 12 songs, the A-side (first 6 songs) are written by Gunnar Þórðarson, whose first solo album also made my list, in 7th place. The songs are a mixture of hippy-rock and beautiful melodies, with harmonies and orchestral arrangements straight from heaven! The remaining 6 songs are Icelandic cover versions of songs like “Crying in the Rain” by Carole King, “Since You’ve Been Gone” by Aretha Franklin/Ted White and “Window Of The World” by Burt Bacharach. Hljómar manage to alter these songs, and make them into something entirely their own.
There is a slight Crosby, Stills, Nash and Young feeling about this album, because nearly all of the songs have amazing vocal harmonies, and build around the voices. There were four regulars in Hljómar, but the fifth member on this album was a American/Icelandic girl called Shady Owens. She is, in my opinion, the best female vocalist ever to sing in Icelandic. It is beyond me why she is not a multi-millionaire today, but she moved to England and continued to sing backing vocals for many artists after her contribution to Icelandic rock music. Her American accent in the Icelandic language is still unmatched, and absolutely charming and irresistible. Song number 6 is the highlight of side A, with a Velvet Underground-y tambourine and classical guitars, and psychedelic backing vocals. Songs 8, 11, and 12 are all more than perfect.
On the whole, an Icelandic masterpiece, not to be missed!
Heiða first came before the public eye with band Unun, whose members included Dr. Gunni and former Sugarcube Þór Eldon. She currently fronts band Heiða og Heiðingjarnir, as well as having a music program on Saturday nights on Rás 2. Her latest album, 10 fingur upp til Guðs, is available in stores.

Monday, December 17, 2007

Review of Bat out of Hellvar in Morgunbladid


Review by Jóhann Ágúst Jóhannsson for Newspaper Morgunblaðið - Monday 17. December 2007
Hellvar – Bat Out of Hellvar
Bat Out of Hellvar er fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Hellvar sem er skipuð þeim Elvari Geir Sævarssyni, Ragnheiði Eiríksdóttur, Alexöndru Sigurðardóttur og Sverri Ásmundssyni.
Bat Out of Hellvar er fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Hellvar sem er skipuð þeim Elvari Geir Sævarssyni, Ragnheiði Eiríksdóttur, Alexöndru Sigurðardóttur og Sverri Ásmundssyni. Þetta er einnig fyrsta breiðskífan sem hin nýstofnaða norðlenska plötuútgáfa Kimi Records gefur út, en það verður spennandi að fylgjast með gangi mála hjá Kima á næstunni enda margt í pípunum.
Ragnheiður Eiríksdóttir er engin önnur en Heiða úr Unun, sú mæta söngkona sem ávallt hefur verið Dr. Gunna til halds og trausts. Heiða er ekki allra þegar kemur að sönglistinni og ég verð að viðurkenna að ég er í hópi þeirra sem hafa alltaf átt örlítið erfitt með að meta hana að fullu. Hins vegar er það nú raunin að í stafni með Hellvar rokkar hún feitt og er svo sannarlega á heimavelli – allur flutningur hennar passar eins og flís við rass, virkilega glæsilegt. Bat Out of Hellvar er búin að vera lengi á leiðinni en biðin var þess virði og hún kemur á óvart. Hellvar er uppátækjasöm hljómsveit sem lætur hjartað ráða ferðinni og því er gleðin sönn. Hér er þó alls ekki um að ræða plötu fyrir alla – markmiðin eru skýr, það er rokk og ról á boðstólum með nettri nýbylgjugreddu bræddri saman við vel smurðan trommuheilann. Þetta sánd sem Helvar hefur tileinkað sér er ansi heillandi og fyllir hjartað af fortíðarþrá því lögin kallast á við níunda áratuginn og jafnvel þann áttunda án þess þó að hljóma gamaldags – þetta er bara gaman og nokkuð frumlegt. Sykurmolarnir koma upp í hugann (í laginu „Give Me Gold“) en einnig Kolrassa krókríðandi, Curver og að sjálfsögðu Dr. Gunni, en hann hefur verið ókrýndur meistari trommuheilans um árabil. Einnig má greina áhrif drungarokks í anda The Cure og jafnvel ofsa The Birthday Party. Flosi Þorgeirsson, fyrrverandi gítarleikari Ham, á feiknagóða innkomu en hann leikur á bassa í þremur lögum; „Electric Toy“, „Speedmental“ og „Ice Cream Drum Machine“. Annars á Sverrir heiðurinn af öðrum bassaleik á plötunni, Alexandra leikur á gítar en Heiða og Elvar sjá um annan hljóðfæraleik – allt frísklegt, taktfast og töff. Hellvar er mætt og hefur stimplað sig inn með glæsibrag – Bat Out of Hellvar er hörku rokkplata og hana nú!

Elvar's broken toe


Elvar from the band Hellvar broke his toe. He is currently in pain and will sit during the next gig or two or five.
Here is a written statement from Elvar:
Dear friends and fans. I was stepping out of my car when when my toe broke. It was a freak accident and goes to show that we can never take our health for granted. The doctor and nurses at my local hospital will always have a special place in my heart for doing nothing to ease my pain, I hate them!!!!!! and I got charged so much for a few centimeters of tape. I..m fxxkin pissed of.
Bye
-e

Sunday, December 16, 2007

Hellvar were Live @ Akureyri

Hellvar leikur á Græna hattinum
Hljómsveitin Hellvar mun leggja land undir fót um helgina og leika á Græna hattinum á Akureyri. Á dagskrá verða lög af frumrauninni Bat Out of Hellvar sem kom út fyrir skemmstu í bland við annað efni. „Já, við erum spennt fyrir ferðinni enda er þetta í fyrsta skipti sem við spilum á Akureyri,“ segir Heiða söngkona Hellvars.
„Tónlistarlífið er líka í blóma á Akureyri og Græni hatturinn skemmtilegur staður að spila á,“ bætir hún við. „Við erum líka nýbúin að halda útgáfutónleika sem heppnuðust alveg glimrandi vel.“ Umræddir útgáfutónleikar Hellvars vöktu athygli í síðustu viku en þeir fóru fram í strætisvagni sem ferðaðist frá Hlemmi og endaði á Lækjartorgi með smá krókaleið. Heiða segir að myndast hafi góð stemning í þessum óvenjulegu aðstæðum og hún lofar jafn góðri stemningu á tónleikunum á Akureyri.
Hellvar er upphaflega samstarfsverkefni Elvars Geirs Sævarssonar og Heiðu Eiríksdóttur og hljómsveitin var stofnuð í Berlín þar sem þau bjuggu. Í ár bættust svo við gítar- og hljómborðsstúlkan Alexandra Ósk Sigurðardóttir og bassaleikarinn Sverrir Ásmundsson. Á laugardag mun hljómsveitin árita nýja diskinn í Eymundsson Hafnarstræti og á Glerártorgi.
Source: Dagur

Tuesday, December 11, 2007

Friday, December 07, 2007

Tónleikar í strætó

Atli Fannar Bjarkason 24stundir.is
Strætó og Netið - Svartur Sandur og Hellvar
„Elvar hefur áhyggjur af því að verða bílveikur," segir Atli Snær Keransson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Hellvar, en hún hyggst verða fyrsta hljómsveit landsins sem heldur útgáfutónleika í strætisvagni á ferð um Reykjavík á föstudag eftir viku.
Hellvar gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Bat Out of Hellvar, en hljómsveitina skipa Elvar Geir Sævarsson, Alexandra Sigurðardóttir, Sverrir Ásmundsson og Ragnheiður Eiríksdóttir.
„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það eru útgáfutónleikar í strætó," segir Atli, en hann kom með hugmyndina við slit á hljómsveitarfundi á Hressingarskálanum. Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., líst vel á útgáfutónleikana, sem munu ferðast á milli stoppistöðva í Reykjavík. „Hluti af því að vera í strætó er að það sé jákvæð upplifun," segir Reynir.

Heida @ Poppland RUV Radio Program

07.12.2007 Poppland
15.03 - 16.00
Hellvar - Give Me Gold
Heiða úr Hellvar kom í heimsókn
Hellvar - Kjaftæði
www.ruv.is/poppland

Thursday, December 06, 2007

Review of "Bat out of Hellvar" in Monitor # 4 (December 2007)

Monitor Review by Oddur Ingi Thorsson
Hellvar fær lof fyrir sniðugt nafn á frumburð sinn „Bat Out Of Hellvar", ekki mikið meira en það. Reyndar byrjar diskurinn af krafti. Hörku gítar intro sem rennur svo mjúklega í lagið 11 types. Bara ef restin væri jafn góð og byrjunin.
Hellvar er að gera tilraunir með að blanda saman elektróník og rokki. Blanda sem þau fara ekki vel með. Þetta er æðislega óspennandi finnst mér. Ég hélt að Heiða kynni að syngja? Hún ætti að halda sig við Dr. Gunna og syngja í Evróvision. Þar hefur hún allavega snefil af sjarma. Svona innst inni veit maður samt að hún á aldrei eftir að vinna. Það er svipað uppi á teningnum hér á þessari skífu. Hellvar reynir og reynir, en rjúpunni við staurinn gengur betur.
Lögin byggja á einföldum trommutöktum og einföldum melódíum. Það er svo sem ekki slæm pæling en virkar ekki hjá Hellvar því miður. Flest lögin byrja á trommutakti, en trommusándið er pirrandi og taktarnir leiðinlegir. Ég vil nefna hér sérstaklega lagið „Like I Ache" sem er eitt mesta rúnk sem ég hef heyrt. Hver var pælingin á bak við það? Falskt öskur sem sker í eyrun. Það kaldhæðnislega er að lagið „Kjaftæði" er strax á eftir því. Sem er reyndar eini ljósi punkturinn á plötunni. Það er kjaftæði.
Sem betur fer er þessi 11 laga skífa bara rétt rúmur hálftími að lengd. Það er kannski annar plús. Ég vona allavega að það komi ekki „Bat Out Of Hellvar II: Back Into Hellvar", þó það yrði eftir 16 ár. Meatloaf yrði örugglega brjálaður. Og ég líka.

Wednesday, December 05, 2007

11 Songs on "Bat out of Hellvar"

Hellvar's Debut Album
Bat out of Hellvar contains 11 songs:
# Song Length
1 Insomnia 02:27
2 11 Types 03:01
3 Electric Toy 03:21
4 Ice Cream Drum Machine 03:20
5 Play With Dice 03:09
6 Speedmental 03:33
7 Give Me Gold 03:01
8 Like I Ache 03:12
9 Kjaftaedi 03:39
10 Light & Sound 03:40
11 Nowhere 04:27

Hellvar on Indie mp3

Magnus (of the band Dyrdin) wrote:
My former bandmates, Heiða and Elvar, have just released a new album as Hellvar. They'll be playing some gigs in Berlin around new year's eve, so if you're somewhere around there say hi to them from me. Both of them have been very prolific in various indie and punk bands in Iceland for many years, and now they've recruited bassist Sverrir from legendary twee band Texas Jesús (which should get a special mention here soon), and one Alexandra on guitar. Their release concert, to be held on next friday, will take place in a bus which will be driving around Reykjavik.
Source:
http://www.indie-mp3.co.uk/2007/12/hellvar-bat-out-of-hellvar.html

Hellvar @ Berlin @ the end of 2007 & beginning of 2008

Hellvar's Berlin gigs
30. December 2007 @ Intersoup
2. January 2008@ NBI

7. December: Allir í strætó með Hellvar @ 18:00 | 8. December a Gig @ Gaukurinn

Hellvar
December the 7th 2007
on a bus tour with Strætó frá Lækjartorgi
Downtown Reykjavík // Cost : Free

Concert @ Gaukurinn 8. December 2007

Útgáfugigg Hellvar verður haldið í Strætó sem fer frá Lækjartorgi klukkan 18.00. Þar mun hljómsveitin spila lög af nýútkominni plötu sinni, "Bat out of Hellvar".
Hljómsveitin Hellvar bryddar nú upp á nýstárlegri leið til að fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar sem heitir Bat out of Hellvar. Föstudaginn 7. desember klukkan 18.00 mun strætisvagn leggja af stað frá Lækjartorgi og innbyrðis er Hellvar, ásamt öllum sem vilja vera viðstaddir. Strætóinn keyrir hring og á meðan mun Hellvar leika lög af nýju plötunni. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem útgáfutónleikar eru haldnir í strætisvagni á Íslandi og verður mjög spennandi að vita hvernig tekst til. Hellvar er upphaflega samstarfsverkefni Elvars Geirs Sævarssonar og Heiðu Eiríksdóttur og hljómsveitin var stofnuð í Berlín þar sem þau bjuggu. Í ár bættustu svo við gítar- og hljómborðsstúlkan Alexandra Ósk Sigurðardóttir og bassaleikarinn Sverrir Ásmundsson. Hugmyndina að Strætótónleikunum kom umboðsmaður Hellvar, Atli Kerans, með á fundi þar sem verið var að leita að tónleikastað. Það er staðreynd að strætisvagnarnir eru alls ekki nægjanlega nýttir og þeir eru því laust rými í Reykjavíkurborg. Hljómsveitin greip þessa hugmynd á lofti og naut hún strax mikils stuðnings frá Strætó bs, sem fagna því að strætisvagnar þeirra séu nýttir til að leggja stund á listir. Auk þess að vera nýjungagjarnir með eindæmum eru meðlimir Hellvar mjög hlynntir umhverfisvernd og finnst því frábært að geta nýtt útgáfutónleika sína til að lokka fólk inn í strætisvagn.,,Við vonumst að sjálfsögðu til að það verði vagnfyllir", segir Heiða, ,,en hljómurinn í Strætó á enn eftir að koma í ljós. Það kemur þó ekki að sök þótt hann verði ekki fullkominn því það er upplifunin sem skiptir máli. Það að ferðast um götur Reykjavíkur í almenningsvagni og horfa út um gluggann á lífið í borginni á meðan hlýtt er á skemmtilega tónlist hlýtur að vera eitthvað sem verður gert mun meira af í framtíðinni, ef vel tekst til hjá okkur."
Leið Hellvar leggur af stað klukkan 18.00 frá Lækjartorgi og keyrt verður milli Lækjartorgs og Hlemms og að sjálfsögðu er frítt inn.Fyrir þá sem komast ekki er bent á að Hellvar spilar einnig á Gauki á Stöng laugardagskvöldið 8. desember, á útgáfuhátíð plötuútgáfunnar Kimi Records, sem gefur út plötu þeirra.

Friday, November 30, 2007

Hellvar Live: 10. December @ Eymundsson @ Akureyri

10. desember 2007
~
Hellvar flytja lög af nýútkomnum diski sínum: Bat out of Hellvar
Eymundsson, Glerártorg kl. 14.00
~
Hellvar flytja lög af nýútkomnum diski sínum: Bat out of Hellvar
Eymundsson, Hafnarstræti kl. 16.00

Dr. Gunni Topp 5: Ice Cream Drum Machine - Hellvar or Enya on Cover ???

Does the cover of the Bat out of Hellvar Album looks like an Enya Album?
Hellvar
Bat out of Hellvar er komin út, fyrsta plata Hellvars. Ég sagði Heiðu að umslagið væri alveg eins og eitthvað með Enyu og henni fannst það alls ekkert sniðugt. Það var reyndar það eina sem ég gat sagt neikvætt um þessa plötu því hún er alveg þrusugóð (og auðvitað ekkert í anda Enyu). Ellefu lög mynda sterka og skemmtilega heild, dáldið súrsaða á köflum og hnausþykka, og það er alveg gráupplagt að láta þetta liggja lengi í bleyti í ipoddinum eða winampinum. Ein albesta ísl-enska plata ársins! Allir út í búð!
Everybody to the shop to buy this album !
Or look at Label Website: www.kimirecords.net
Source:
http://this.is/drgunni

Wednesday, November 28, 2007

Heida on Dr. Gunni's Blog on the topic performing in Icelandic, English or whatever

Singing in Icelandic ? Or not (anymore) ?
Bubbi Morthens mentioned in the interview @ Nordic House, organised by Grapevine Magazine for the Iceland Airwaves '07 Festival, with the journalist of Morgunbladid that 70% of the albums published in Iceland these days are song in English. He would like see (and hear) that Icelandic artists had more respect for their mother tongue. He was afraid that in the end Icelandic will disappear ...
I was talking with Gunni and Örvar of mum after their interview @ Nordic House about this issue too.
Dr. Gunni: Íslenskulöggan
Það er yndislega svalt að nota sjónvarp, síma og tölvu á meðan púkalegir nágrannar okkar smjatta á television, telephone og computer með glötuðum hreim. Helst ætti okkur öllum að þykja ýkt hallærislegt að nota slettur og fá óstöðvandi hláturskast þegar einhver aulinn lætur nappa sig með slettu á vör. Það á að vera eðlilegt forgangsatriði að tala gullfallega og tandurhreina íslensku.
Frábærast væri ef stofnuð yrði sérstök íslenskudeild hjá löggunni. Hún fengi þjálfum hjá Nirði P. Njarðvík og gúmmíkylfur, rafbyssur og víðtækar handtökuheimildir til að berjast gegn enskum áhrifum. Fyrst væri að hreinsa landið af erlendum fyrirtækjanöfnum. McDonalds og Kentucky Fried Chicken yrði vísað úr landi með starfssemi sína nema þau breyttust í Maggaborgara og Dalvíkur djúpsteiktan kjúkling.
Sérstaka vakt þyrfti fyrir gáfumannaþætti eins og Silfur Egils. Gestir fengu stuð í geirvörturnar í hvert skipti sem þeir reyndu að slá um sig með statistík, mentalítet og öðrum forljótum slettum sem vilja velta út í hita leiksins.
Taka þyrfti sérlega fast á poppurum. Enskir popptextar hafa farið í og dottið úr tísku með jöfnu millibili síðustu áratugina. Framan af var íslenskan einráð en í kringum 1970 þótti hössuðum hárboltum snögglega sem enskan væri málið. Um 1980 sungu allir á íslensku nema þungarokkarar, sem hafa alltaf litið á ensku sem ,,tungumál rokksins”. Nú er ástandið sorglegt og sáralítill metnaður fyrir hönd móðurmálsins sjáanlegur. Allir eru jú með meik í kringum bláu augun og telja það forskot að syngja á ensku, og auðvitað líka að nefna sig á ensku – Motion boys, Bloodgroup, Luxor… Íslenskulöggan þyrfti að snúa upp á hendurnar á þessu fólki og knýja fram Hreyfipilta, Blóðflokkinn og Launsyni Lúsifers.
Þegar maður heyrir í helstu vonarglætu íslenskunnar í poppi um þessar mundir, hinni metnaðarfullu Sprengjuhöll, fattar maður enn og aftur hversu miklu meira gefandi það er að hlusta á tónlist með góðum textum á íslensku. Það er eins og aukavídd bætist við. Hjá íslenskulöggunni þyrfti því poppið að vera forgangsmál, enda er popp mikilvægara en bæði ljóð og drepleiðinlegar hátíðardagskrár. Ég veit til dæmis ekkert um Jónas Hallgrímsson og hef aldrei nennt að pæla í þeim pakka, en Bjöggi og Gunni Þórðar voru hreint magnaðir þegar þeir Stóðu út í tunglsljósi.

Heida
Varðandi enska og íslenska texta: Ég sem texta fyrir Hellvar á ensku af því mér finnst það gaman og finnst enska skemmtilegt tungumál. Stundum koma setningar í hausinn á mér á ensku sem væru bara glataðar á íslensku og stundum er þessu alveg öfugt farið. Ég hef nóta bene líka samið texta á íslensku, frönsku og þýsku, og finnst þetta allt jafn gaman og allt eiga rétt á sér. Ég spyr nú: Ef einhver bandarískur tónlistarmaður myndi tala íslensku og væri að semja texta fyrir eitthvað lag, haldiði
ekki að hann myndi nota íslenskuna stundum? Ég meina, þetta er bara spurning um að skemmta sjálfum sér, maður gerir hvort eð er bara tónlist fyrir sjálfan sig, og allt annað er bónus.....Mitt innleg í mjög áhugaverða umræðu.

Thursday, November 15, 2007

Hellvar on Monitor Website

Monitor
15/11/2007
Hellvar gefur út frumraun sína
Hellvar er þriggja ára gömul hljómsveit sem var stofnuð í Berlín og gefur nú út sína fyrstu plötu: Bat Out of Hellvar. Platan var samin og tekin upp í Berlín, auk þess sem framleiðsla fór þar fram. Sveitin kann vel við sig í Berlín og hélt þar nýverið tónleika. Hún hefur einnig brugðið sér í túr um Bandaríkin og spilaði á Airwaves við góðar undirtektir. Heiða Eiríksdóttir, áður í Unun, og Elvar Geir Sævarsson eru í fararbroddi hljómsveitarinnar, en auk þeirra spilar Alexandra á gítar og Sverrir á bassa.Þann 22. nóvember kemur frumraun Hellvars út hjá kimi records, nýju útgáfufyrirtæki með aðsetur á Akureyri.

Wednesday, November 14, 2007

Ragnheiður Eiríksdóttir fræðir fyrirlestrargesti um dægurlagatexta í kvöld

Fréttablaðið
13. November 2007
Dægurlagatextar og þjóðarsálin

Mannfræðifélag Íslands stendur í vetur fyrir fyrirlestraröðinni Frásögn – Túlkun – Tengsl. Næsti fyrirlestur fer fram í kvöld kl. 20 á efri hæð kaffihússins Kaffi Sólon, Bankastræti 7a.
Yfirskrift fyrirlestrarins er „Þau minna á fjallavötnin fagurblá – Um dægurlagatexta og samfélag á seinni hluta tuttugustu aldar." Þær Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur og Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistarmaður fjalla þar um áhrif dægurlagatexta frá ýmsum sjónarhornum.
Dægurlög og textar sem þjóðin gerir að sínum og syngur á böllum, í rútuferðum, í útilegum og fjallaskálum, eru í raun hinn rétti skáldskapur þjóðarinnar. Það er fólkið í landinu sem ákveður hvað fellur þjóðarsálinni í geð, hitt hverfur; jarðvegurinn hafnar því og það nær ekki að skjóta niður rótum. Vinsældir dægurlaga og dægurlagatexta gefa þannig til kynna að þessi verk eigi erindi í sinn samtíma.
Í fyrirlestrinum er leitast við að skilja hvaða samfélag það er sem birtist í vinsælum dægurlaga textum. Hverjar eru hetjurnar, hver er staða konunnar, hverjar eru vonir og þrár þeirra sem sungið er um eða sungið er til?
Kristín Einarsdóttir
er með meistarapróf í þjóðfræði frá HÍ og starfar hún nú sem stundakennari við þá stofnun. Ragnheiður Eiríksdóttir er landsþekktur tónlistarmaður og er líkast til betur þekkt sem Heiða Eiríks.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Ricardo Domeneck

Oh, these icelandics!
What is it about Iceland that makes them produce such beautifully strange music? For a long time, Iceland meant Björk, and we do not question her importance. The island always had that genius, the madman who goes by the name of Mugison. Then, Sigur Rós came into the picture and we all realized the island hid much more than we thought, having Múm to prove us right. We still need to pay more attention to bands such as Ghostigital (from former Sugarcubes member Einar Örn Benediktsson), Trabant, the boys from Aela, or the beautiful (and still unsigned) Hellvar. The latest contribution those frozen lands have launched into our ears is another beautiful and strange creature called Benni Hemm Hemm. Their debut album, released in the continent by Morr Music, is a collection of intricately woven sad pearls. There must be something about staying indoors so long. I could love it on a wheelchair. – Ricardo Domeneck
http://oliroberts.com/flasher/newflasher/random_inspiration.php

Sunday, November 11, 2007

Saturday, November 10, 2007

Heida & Abbababb! Aftur aftur aftur aftur aftur og aftur

Heida did see the Abbababb! Musical 12 times (May 2007)
(also saw Grease 20 times and read the Harry Potter books 6 times)
Article in Fréttablaðið, May the 4th, 2007
Hefur séð söngleikinn Abbababb! tólf sinnum
Einlægari aðdáandi Abbababb vandfundinn en Heiða reynir að mæta á allar sýningar.
„Ég var veik síðast og komst ekki. Þannig að ég er bara búin að sjá tólf sýningar," segir söngkonan og pólitíkusinn Heiða sem gjarnan er kennd við Unun. Þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd með félögum sínum í Vinstri grænum á Hornafirði en fyrir dyrum stóð kosningafundur þar þá um kvöldið.
Ekki er ofsagt að segja Heiðu einlægan aðdáanda söngleiksins Abbababb sem sýndur er í Hafnarfjarðarleikhúsinu um þessar mundir. Hún er búin að sjá tólf sýningar og er hvergi nærri af baki dottin. Hún ætlar að sjá þær fleiri.
„Ég reyni að vera á öllum sýningum. Þetta er svo skemmtilegt. Og mannbætandi. Mér líður alltaf svo vel þegar ég kem út af sýningunni."
Dr. Gunni, vinur Heiðu, er höfundur söngleiksins og Heiða segir þau alveg á sömu línu með það að reyna að gera bara það sem er skemmtilegt.
„Þegar maður verður fullorðinn gleymast aðalatriðin.
Allir eru uppteknir við að græða peninga og svona. Ég hef aldrei verið mikið í því. Og þetta leikrit minnir mig rækilega á að það á bara að gera það sem er skemmtilegt."
Úr söngleiknum góða sem Heiða hefur í hávegum.
Heiðu finnst ekkert undarlegt við þetta mikla dálæti. Bendir á að þegar kvikmyndin Grease var sýnd voru dæmi um að menn færu á hana tuttugu sinnum og oftar. Og góðar bækur lesa menn aftur og aftur. Sjálf segist hún til dæmis vera búin að lesa allar Harry Potter-bækurnar sex sinnum.
„Það var ekkert planað að ég myndi mæta og mæta og hlæja," segir Heiða spurð hvort ekki hafi hreinlega komið til tals að borga henni fyrir að mæta og hvetja áhorfendur með einlægum hlátri sínum.
„En það eru reyndar hæg heimatökin. Maðurinn minn er í hljómsveitinni, spilar á gítar, og barnið okkar er á hárréttum aldri, fimm ára, og fjölskyldan er bara í þessu á sunnudögum. Launin mín felast í því að vera minnt á það að lífið á að vera skemmtilegt. Ég er alltaf að draga einhverja með mér og fólk segir alltaf eftir sýningar: Jájá, ég skil núna af hverju þú ferð aftur og aftur."
Sýningum á Abbababb lýkur síðar í þessum mánuði en Heiða vonar innilega að Abbababb verði tekið upp aftur á næsta leikári. Hún segist ekki alveg vita hvað fjölskyldan muni taka sér fyrir hendur á sunnudögum þegar sýningum lýkur. „Við verðum bara að stofna leynifélag sjálf, maðurinn minn, ég og barnið, og rannsaka óleyst mál. Hittast á leikvöllum og svona."
www.abbababb.is

Monday, November 05, 2007

Friday, November 02, 2007

Ragnheiður Eiríksdóttir in "Utsvar" TV Program @ Icelandic TV


Source Photograph: BS Myndir.com
10. þáttur 16. November 2007
Ísafjörður
Ólína Þorvarðardóttir
Halldór Smárason
Ragnhildur Sverrisdóttir
vs.
Reykjanesbær
Guðmann Kristþórsson
Ragnheiður Eiríksdóttir
Jón Páll Eyjólfsson

Source:
www.ruv.is/utsvar

Previous TV Program about Iceland & Eurovision Song Contest

Tíminn líður hratt - Hvað veistu um Söngvakeppnina?
Spurningaþáttur á léttum nótum um söngvakeppni Sjónvarpsins. Þjóðþekktir einstaklingar spreyta sig á spurningum þáttarins en 20 ár eru síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spyrill er Ragnheiður Eiríksdóttir, öðru nafni Heiða í Unun, og dómari er Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktur sem Halli í Botnleðju. Höfundur spurninga er Gísli Marteinn Baldursson. Um dagskrárgerð sjá Helgi Jóhannesson og Erla Tryggvadóttir.
Í fyrsta þætti eigast við Stelpurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Katla Þorgeirsdóttir og Hjálmarnir Guðmundur Kristinn, Sigurður Halldór Guðmundsson og Hjálmar Árnason.
Í öðrum þætti mætast Baggalútarnir Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson og þau dr. Gunni, Margrét Kristín Blöndal og Ólafur Páll Gunnarsson.
Í þriðja þætti keppa Sigga Beinteins, Helga Möller og Sigmar Guðmundsson á móti Ásgrími Sverrissyni, Kristjáni Gíslasyni og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur.
Í fjórða þætti keppa Freyr Eyjólfsson, Beta Rokk og Sigurjón Kjartansson við Trabantana Viðar Hákon Gíslason og Gísla Galdur og Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju.
Í fimmta þættinum keppa svo stigahæstu liðin til úrslita.
http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=4992235

Hellvar @ Gaukurinn 2. November 2007

Wednesday, October 31, 2007

Hellvar Video "Nowhere" @ Grand Rokk @ Iceland Airwaves '07

Hellvar's last song of their performance @ Grand Rokk venue @ Iceland Airwaves '07 was "Nowhere". My favourite song of the forthcoming 1st Album "Bat of out Hellvar", to be released very soon on Kimi Records (November 2007).
http://www.youtube.com/watch?v=Vg5GQfQSRxg

Grand Rokk was rather dark that Saturday night.

Tuesday, October 30, 2007

A short Comeback of Unun @ Lee Hazlewood in Memoriam @ Organ

Unun (Heida, Dr. Gunni & Elvar) played this 3 songs @ the Tribute/In Memoriam Concert for the late Lee Hazlewood @ Concert Venue @ Organ:
- How does that grab you darlin'
- Last of the secret agents
- Lightning's girl
Source: http://this.is/drgunni In Morgunbladid Newspaper:
Unun snýr aftur / Unun að heyra...
By Atli Fannar Bjarkason (of Hölt Hora fame)
Hljómsveitin Unun verður með kombakk á Organ á föstudaginn, en sveitin mun samt ekki taka Lög unga fólksins að sögn Heiðu sem oftast er kennd við hljómsveitina. Dr. Gunni útilokar ekki plötu með Unun á næstunni.
„Ég og Gunni erum að fara að spila og Elvar [unnusti Heiðu] er að fara spila með okkur," segir Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða í Unun, um meint kombakk sveitarinnar. Dr. Gunni, forsprakki sveitarinnar ásamt Heiðu, sagði á bloggsíðu sinni í gær að Unun kæmi fram á tónleikum sem haldnir verða til heiðurs poppgoðinu Lee Hazlewood á Organ á föstudag.
„Það má segja að ég og Gunni höfum verið með kombakk þegar við vorum með lag í Eurovision," segir Heiða og vísar í lagið Ég og heilinn minn sem hún söng en Dr. Gunni samdi fyrir forkeppni Eurovision í fyrra. „Sama fólkið kemur að tónleikunum á föstudaginn, svo að það mætti segja að við Gunni höfum alltaf haldið áfram."
Tónleikarnir á föstudag verða til heiðurs Lee Hazlewood sem lést í ágúst á þessu ári, 78 ára gamall. Hann samdi meðal annars smellinn These Boots are Made for Walkin' sem Nancy Sinatra söng og endaði á toppi vinsældarlista í Bandaríkjunum og Bretlandi árið 1966.
Source: www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1294903

Ragnheidur Eiriksdottir gets some money

Stjórnmál 4. apríl 2007
Skemmtilegir vinningar í kosningahappdrætti VG
Frambjóðendur Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi hafa síðustu daga verið að selja miða í kosningahappdrætti VG. Margt glæsilegra vinninga er í happdrættinu eins og sjá má ef vinningaskráin er skoðuð. Þau Atli Gíslason og Ragnheiður Eiríksdóttir, frambjóðendur VF í kjördæminu kíktu á Víkurfréttir og þá var meðfylgjandi mynd smellt af þeim með happdrættismiðann góða.
1. Góða veislu gjöra skal …: Ingi Rafn Hauksson veitingastjóri kennir galdurinn að baki hinu fullkomna matarboði. Fyrir fimm. 35.000 kr.
2. Betri er einn fugl í sigti …: Siglt út á Faxaflóa til svartfuglsveiða með Sigurmari K. Albertssyni hrl. Afli fylgir í neytendaumbúðum, ásamt leyniuppskrift. Fyrir þrjá. 55.000 kr.
3. Fögur er hlíðin …: Gisting og morgunverður í Smáratúni í Fljótshlíð í boði Arndísar S. Sigurðardóttur. Fyrir tvo. 13.000 kr.
4. Sigling um Breiðamerkurlón undir leiðsögn Kristínar G. Gestsdóttur. Nesti á leiðinni. Fyrir fjóra. 30.000 kr.
5. Skák og …: Kvöldstund við taflborðið með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Manngangur kenndur, ef þarf. Léttar, hjartastyrkjandi veitingar. 50.000 kr.
6. Skrúðsbóndinn sóttur heim …: Skoðunarferð í Skrúð, úti fyrir Fáskrúðsfirði, í boði Magnúsar Stefánssonar. Nesti á leiðinni. Fyrir fimm. 45.000 kr.
7. Höll sumarlandsins …: Atli Gíslason býður í Gryfjuna sína í Grímsnesinu. Gengið um grundir, golfkylfur mundaðar og grill. Fyrir átta. 50.000 kr.
8. Handgerðar ljóðalistaverkabækur eftir Birgittu Jónsdóttur. Tíu bóka sería í sérútgáfu fyrir happdrættið. 50.000 kr.
9. Upp með skóna …: Dagsferð með Ingólfi Á. Jóhannessyni. Gengið um Suðurárbotna. Nesti og veitingar í göngulok. Fyrir fjóra. 45.000 kr.
10. Myndverk eftir Mireyu Samper. 270.000 kr.
11. Að lífið sé skjálfandi …: Svarfaðardalur sóttur heim í boði Ingibjargar Hjartardóttur og Ragnars Stefánssonar. Kvöldverður að svarfdælskum hætti. Gisting. Fyrir fimm. 75.000 kr.
12. Um Eyjar og sund …: Lystisigling við Vestmannaeyjar, um víkur og hella með Ragnari Óskarssyni. Léttar veitingar á leiðinni. Fyrir tvo. 20.000 kr.
13. Björn Valur Gíslason býður í sjóstangaveiði frá Ólafsfirði. Roðlaust og beinlaust grillað í ferðalok. Reiki og orku-punkta-jöfnun að hætti húsráðenda. Fyrir fimm. 75.000 kr.
14. Hver á sér fegra fjallalamb …: Óvissuferð um N-Þingeyjarsýslu með Stefáni Rögnvaldssyni bónda. Nesti og alnorðlensk hangikjötsveisla í lokin. Fyrir fjóra. 50.000 kr.
15. Pandóruboxin opnuð …: Bragi Kristjónsson býður til sögustundar í Bókinni ehf. – fornbókaverslun. 50.000 kr.
16. Gengið á gúmmískóm …: Sagnaferð um Lakagíga með Kára Kristjánssyni landverði. Nesti á leiðinni. Fyrir tíu. 100.000 kr.
17. Í upphafi var orðið …: Hlynur Hallsson spreyjar vel valin slagorð á vegg. 100.000 kr.
18. Enn finnst fljót og ef til vill ormur …: Óvissuferð um Fljótsdalshérað með Þuríði Backman. Krásir að hætti heimamanna. Fyrir fjóra. 50.000 kr.
19. Fröken Reykjavík …: Óræðar slóðir miðborgarinnar þræddar með Birnu Þórðardóttur. Hressing á leiðinni og besta lasagne norðan Modena í lokin! Fyrir sex. 60.000 kr.
20. Sú rödd var svo fögur …: Upptaka á uppáhaldslaginu inn á geisladisk. Heiða (Ragnheiður
Eiríksdóttir) og Elvar Sævarsson stjórna upptöku og spila undir. Keflvískar kaffiveitingar. 30.000 kr.
21. Siðfræðinámskeið í boði Jóhanns Björnssonar heimspekings. Léttar, spaklegar veitingar í lokin. Fyrir tíu. 50.000 kr.
22. Ári minn og kári …: Þór Vigfússon og Hildur Hákonardóttir bjóða á draugaslóðir í Flóanum. Draugasetrið á Stokkseyri sótt heim. Fyrir fimmtán. 67.500 kr.
23. Helgardvöl fyrir fjölskyldu í gestahúsi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Frjáls afnot af hestum, fiskibáti og öðrum afþreyingarmöguleikum, þar með talinn fjallajeppi. Í boði Steingríms J. Sigfússonar og ábúenda. 75.000 kr.
24. Um blíðan Borgarfjörð …: Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir býður í sumarhús sitt í Reykholtsdal. Gönguferð um Hallmundarhraun og fossbúar sóttir heim. Grillveisla í lokin. Fyrir fjóra. 50.000 kr.
25. Vængjasláttur í upphæðum …: Sagnastund með Einari Má Guðmundssyni rithöfundi. 50.000 kr.
26. Í sátt við skattmann …: Drífa Snædal gengur frá skattframtölum fimm einstaklinga. 60.000 kr.
27. Gisting í Flatey á Breiðafirði fyrir fjölskyldu í boði Álfheiðar Ingadóttur. Kvöld- og morgunverður að Vegamótum. 65.000 kr.
28. Viðfjarðarundur og önnur austfirsk …: Skemmtisigling frá Norðfirði með Árna Steinari Jóhannssyni og Sigríði Stefánsdóttur. Svínasteik að dönskuskotnum hætti. Gisting. Fyrir fimm. 75.000 kr.
29. Heim að Hólum …: Dagsferð í boði Jóns Bjarnasonar á slóðir biskupa og bændahöfðingja. Köldverður að hætti Hólamanna, með ívafi frá Ströndum. Fyrir fimm. 75.000 kr.
30. Handhægur heimilisiðnaður …: Steinunn Þóra Árnadóttir og Stefán Pálsson kenna undirstöðu barmmerkjagerðar. Eitt hundrað merki fylgja, með áletrun eða mynd að eigin vali. Kaffi og meðlæti. Fyrir fimm. 20.000 kr.
31. Á vettvangi glæps …: Katrín Jakobsdóttir leiðir gesti um refilstigu Reykjavíkur. Veitingar að hætti háskakvenda. Fyrir átta. 50.000 kr.
32. Hott, hott …: Hestaferð um Eyrarbakkafjörur með Ölmu Lísu Jóhannsdóttur. Óvæntar uppákomur og grillað í lokin. Fyrir fjóra. 50.000 kr.
33. Hvað er svo glatt …: Grillveisla með öllu tilheyrandi í garðinum hjá Ögmundi Jónassyni, margrómuðum meistara grillsins. Fyrir átta. 50.000 kr.
34. Dansi, dansi dúkkan mín …: Gleðistund með dídsjey Andreu J. 75.000 kr.
Source:
Vikur Fréttir www.vf.is/stjornmal/numer/31004/default.aspx

Sunday, October 28, 2007

First Album "Bat out of Hellvar" out soon on Kimi Records Label

Kimi Records is releasing Hellvar's first Album mid November. "Bat out of Hellvar" is the name of the Album and "Give me gold" is the first single.
Kimi Records mun gefa út fyrstu breiðskífu Hellvars en hún mun heita Bat out of Hellvar. Plötuna prýða 11 lög og þar á meðal Give me Gold sem má hlýða á hér á síðunni. Áætlaður útgáfudagur er um miðjan nóvember.
Photograph of CEO of Kimi Records (based @ Akureyri, the beautiful capital of the North)
www.myspace.com/kimirecords

Heida Eiriksdottir in NME !?

A picture found @ the site of the British famous Magazine NME:
Heida
@ the feet (I'm hidden behind his feet) of the Cut off your hands singer from New Zealand @ Gaukurinn (Sunday night, Airwaves 2007)
http://www.nme.com/photos/1/280/15/iceland-airwaves-2007

2 of a kind

Picture by Wim Van Hooste of Sverrir of Hellvar (formerly a member of Heidingjarnir) with Bibi, full name Ester Bibi Ásgeirsdóttir, formerly a member of Keflavik's girls band Bellatrix (aka Kolrassa Krokridandi) and now of Singapore Sling fame - Photograph was taken in front of Grand Rokk (Reykjavik's most famous chess spot?) venue place (Airwaves 2007).

Thursday, October 25, 2007

Review by Heida of Björk's concert @ Madison Square Garden, New York


Ofurhetjuklúbbur Bjarkar hinnar ótrúlegu
Björk
í Madison Square Garden

Frábær "Orkan sem Björk sendir frá sér til áhorfenda sinna er næstum því lífshættuleg," segir meðal annars í dómi um tónleika Bjarkar í New York.
MÁNUDAGSKVÖLD í New York eru rétt eins góð og hver önnur kvöld til að fara á brjálaða tónleika og dansa, því New York er jú borgin sem aldrei sefur. Það var því alveg snarbrjálað stuð á tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur í Madison Square Garden síðastliðið mánudagskvöld, 24. september. Hún hefur verið að ferðast um Bandaríkin og Evrópu síðastliðið ár að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Volta, og þessir tónleikar voru þeir síðustu í röðinni í Bandaríkjahlutanum. Hún hóf tónleikaferðalagið að þessu sinni á eftirminnilegum tónleikum í Laugardalshöll í apríl en greinilegt er að bandið hefur slípast enn meira til síðan þá. Hinar tíu íslensku stúlkur í lúðrasveitinni Wonderbrass komu dansandi inn á sviðið í upphafi tónleikanna og gjörsamlega heilluðu alla upp úr skónum með litadýrð, útgeislun og kátínu. Mark Bell sá um taktana, um trommu- og slagverksleik sá Chris Corsan, Damien Taylor spilaði á takka og tæki og Jónas Sen spilaði á ýmiss konar hljómborð.
Eftir að hafa villst aðeins í New York í leit að Madison Square Garden var notalegt að koma sér fyrir í sætinu og sjá og heyra nokkur lög með upphitunarsveitinni The Klaxons. Þeir voru hressilegir og höfðu náð upp þónokkurri stemningu í velfullri tónleikahöllinni þar sem flestir voru nú þegar farnir að stíga dans.
Þegar Björk sveif svo inn á sviðið í fyrsta lagi kvöldsins, "Earth Intruders", ætlaði allt að tryllast. Að horfa á stemninguna á sviðinu var eins og að vera mættur í eitthvert svakalega skemmtilegt bjóð þar sem þemað var: "Vertu glaður eða vertu úti". Fyrri hluti tónleikanna var aðeins hægari og magnþrungnari með yndislegri útgáfu af "Hunter", dáleiðandi "Unravel" og Antony úr Antony and the Johnsons sem söng fallegasta dúett í heimi með Björk, "Dull Flame Of Desire", algjörlega ógleymanlega.
Þegar "Hyperballad" hljómaði í síðari hluta prógrammsins urðu vatnaskil. Þá var eins og allir 15.000 áhorfendurnir gjörsamlega slepptu sér og hrópuðu og hoppuðu og tilfinningin var nú sú að við værum öll saman í geðveikasta teknópartíi í heimi. Björk spilaði á áhorfendur eins og enn eitt exótíska hljóðfærið í safninu sínu og ég held svei mér þá að ég hafi aldrei verið á tónleikum þar sem allir sem einn hreinlega gleymdu sér í stað og stund og urðu taktur og dans. Orkan sem Björk sendir frá sér til áhorfenda sinna er næstum því lífshættuleg og í raun ótrúlegt að ein lítil stúlka frá Íslandi hafi svona mikla og fallega útgeislun sem lætur öllum líða eins og þeir séu með henni í einhverjum ofurhetjuklúbbi sem er ósigrandi.
Uppklappslagið, "Declare Independence", var lokahnykkurinn í skemmtilegasta mánudagspartíi sem ég hef farið í.
Ragnheiður Eiríksdóttir
Source:
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1167533

Hellvar Fan Flipbook by Skopparabolti

Nice flipbook for Hellvar made by Skopparabolti
http://www.flip.com/people/flipbooks/298120?mbid=embed_blogger

Tuesday, October 23, 2007

Enjoying last gig of Airwaves Festival @ Gaukurinn



Heida having fun @ the gig by band from Down Under Cut off your hands!. These Kiwis from New Zealand's biggest city Auckland gave a great powerpop/punk concert @ Iceland's famous bar "Gaukur a Stöng" aka "Gaukurinn" (Parrot on a stick) ! Big mistake of Airwaves to call them Aussies, especially when you're a Kiwi. If you don't jump, you're a Kiwi!
Pretty good final gig for the Airwaves edition of 2007. This performance was too short.

Slideshow of Hellvar Performance @ Grand Rokk @ Airwaves 2007


All photographs by Wim Van Hooste

Have an Icecream with Heida and Dr Gunni

"Isinn" (Composer Dr Gunni)

For the third time Heida tries to get to an European Song Contest (ESC) for Iceland. A song about maybe Iceland's best food, icecreams.
http://www.youtube.com/watch?v=2-epwOws6RY

Monday, October 22, 2007

Hellvar @ Grand Rokk @ Iceland Airwaves 2007

Photograph of the "new" Hellvar
Photograph just after their gig @ Grand Rokk venue @ the Iceland Airwaves Festival 2007

From left to right: Alexandra - Elvar - Heida - Sverrir

Photograph with me, myself and I

Sunday, September 30, 2007

Fréttablaðið about USA Tour

Fréttablaðið, 14. sep. 2007 06:00
Hellvar til New York
Hljómsveitin Hellvar heldur þrenna tónleika í New York í lok mánaðarins.
Hljómsveitin Hellvar ætlar að halda þrenna tónleika í New York og koma fram í einum útvarpsþætti í lok mánaðarins. Heiða Eiríksdóttir og Elvar Sævarsson stofnuðu Hellvar í Berlín árið 2004. Síðan þá hafa bæst við gítarleikarinn Alexandra Sigurðardóttir og bassaleikarinn Sverrir Ásmundsson. Með Hellvar í New York spilar hin bandaríska Zahnarzt sem Heiða og Elvar kynntust í Berlín.
Til að hita upp fyrir ferðina ætlar Hellvar að spila á styrktartónleikum Rjómans á Organ í kvöld ásamt Vicky Pollard, Coral og April. Einnig spilar sveitin á Rockville-hátíðinni í Keflavík annað kvöld ásamt fleiri sveitum.
Source: www.visir.is

Morgunbladid about USA Tour


Hellvar fer vestur um haf
Rafrokkhljómsveitin Hellvar heldur í tónleikaferð til Bandaríkjanna í lok mánaðarins og spilar þar á þrennum tónleikum og kemur fram í einum útvarpsþætti í Albany.
Að sögn Heiðu Eiríksdóttur, söngkonu og annars stofnanda sveitarinnar, munu þau koma fram ásamt amerísku tilraunarokkhljómsveitinni Zahnarzt sem þau spiluðu með á tónleikaferðalagi í Berlín á seinasta ári.
Heiða segir Hellvar nú vera að vinna að sinni fyrstu plötu.

Source: www.mbl.is

Sunday, September 23, 2007

"To Hellvar and Back" Tour 2007


To Hellvar and Back-tour in the USA
Hellvar is playing the following gigs in September 2007. They'll play with the Albany-based band called Zahnartz. This is the first time Hellvar playes anywhere but their home-bases Iceland or Berlin.
Gigs
25th of September
WAMC Northeast Public Radio, in Albany, NY
26th of September
POINT 5, in Albany, NY
27th of September
Peint O Gwrw, in Chatham, NY
28th of September
Troy night out, in Troy, NY
Song: "Kjaftaedi"


I made this Flash Music Player at MyFlashFetish.com.

Monday, August 27, 2007

Sverrir and Alexandra new Hellvar band members

On her blog Heida talks about the new guitarist/keyboard player Alexandra and new bass player Sverrir.

USA Tour

Elvar talks on the Hellvar blogspot about a tour in the United States of America.

Saturday, August 18, 2007

Drep

Flosi Thorgeirsson has many talents. He is also doing some vocals and of course playing guitar with the band "Drep". They will just like Hellvar perform @ Iceland Airwaves 2007 Music Festival.
Band Members are:
Kikko: voice
Flosi: vocal, bass
Pétur: guitar
Unnar: drum
www.myspace.com/drep

Thursday, August 09, 2007

Sunday, August 05, 2007

Hellvar Unplugged @ Djúpavík



6 June 2007
The popular Hellvar (Heiða í Unun og Elvar) gave a unplugged concert at the Djúpavík Hótel on saturday night. The concert started at 21:00, the entrance fee was kr. 1000.
Photographs by Claus Sterneck.