The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Monday, April 28, 2008

Heiða blogg #1: Hellvar og Vicky Pollard á leið til Kína

Hellvar og Vicky Pollard lentu í London um hádegisbil í dag, mánudag 28.04. Eitt flug af tveimur búið á leið okkar til Kína, og því má segja að við séum ,,hálfnuð", eins og Sverrir bassaleikari Hellvar benti á, með smá slettu af kaldhæðni. Helmingur hópsins skrapp niður í miðbæ Lundúna til að hitta Kerrang-fólk og fríka út í stórborginni, en ellilífeyrisþegar hópsins, Sverrir, Elvar og Heiða, urðu eftir til að taka hljóðlátara útfrík á Heathrow. Við fórum á pöbbinn og fengum okkur egg og beikon og Cider-drink, eins og sæmir hér, og svo er bara að bíða til klukkan 6 í kvöld þegar byrjað er að tékka inn í Kinaflugið. Það fer klukkan 9, og komutími í Peking er 11 stundum síðar. Þess má geta að Elvar og Sverrir eru með testasterónið í lágmarki þar sem þeir státa nú báðir svörtum stuðningsnælonsokkum, sem fá rödd þeirra til að hækka ískyggilega....Þar til í Kína...
Heiða
Source:
www.ruv.is/poppland

No comments: