The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Wednesday, November 14, 2007

Ragnheiður Eiríksdóttir fræðir fyrirlestrargesti um dægurlagatexta í kvöld

Fréttablaðið
13. November 2007
Dægurlagatextar og þjóðarsálin

Mannfræðifélag Íslands stendur í vetur fyrir fyrirlestraröðinni Frásögn – Túlkun – Tengsl. Næsti fyrirlestur fer fram í kvöld kl. 20 á efri hæð kaffihússins Kaffi Sólon, Bankastræti 7a.
Yfirskrift fyrirlestrarins er „Þau minna á fjallavötnin fagurblá – Um dægurlagatexta og samfélag á seinni hluta tuttugustu aldar." Þær Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur og Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistarmaður fjalla þar um áhrif dægurlagatexta frá ýmsum sjónarhornum.
Dægurlög og textar sem þjóðin gerir að sínum og syngur á böllum, í rútuferðum, í útilegum og fjallaskálum, eru í raun hinn rétti skáldskapur þjóðarinnar. Það er fólkið í landinu sem ákveður hvað fellur þjóðarsálinni í geð, hitt hverfur; jarðvegurinn hafnar því og það nær ekki að skjóta niður rótum. Vinsældir dægurlaga og dægurlagatexta gefa þannig til kynna að þessi verk eigi erindi í sinn samtíma.
Í fyrirlestrinum er leitast við að skilja hvaða samfélag það er sem birtist í vinsælum dægurlaga textum. Hverjar eru hetjurnar, hver er staða konunnar, hverjar eru vonir og þrár þeirra sem sungið er um eða sungið er til?
Kristín Einarsdóttir
er með meistarapróf í þjóðfræði frá HÍ og starfar hún nú sem stundakennari við þá stofnun. Ragnheiður Eiríksdóttir er landsþekktur tónlistarmaður og er líkast til betur þekkt sem Heiða Eiríks.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.

No comments: