Monitor
15/11/2007
Hellvar gefur út frumraun sína
Hellvar er þriggja ára gömul hljómsveit sem var stofnuð í Berlín og gefur nú út sína fyrstu plötu: Bat Out of Hellvar. Platan var samin og tekin upp í Berlín, auk þess sem framleiðsla fór þar fram. Sveitin kann vel við sig í Berlín og hélt þar nýverið tónleika. Hún hefur einnig brugðið sér í túr um Bandaríkin og spilaði á Airwaves við góðar undirtektir. Heiða Eiríksdóttir, áður í Unun, og Elvar Geir Sævarsson eru í fararbroddi hljómsveitarinnar, en auk þeirra spilar Alexandra á gítar og Sverrir á bassa.Þann 22. nóvember kemur frumraun Hellvars út hjá kimi records, nýju útgáfufyrirtæki með aðsetur á Akureyri.
No comments:
Post a Comment