The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Friday, November 30, 2007

Hellvar Live: 10. December @ Eymundsson @ Akureyri

10. desember 2007
~
Hellvar flytja lög af nýútkomnum diski sínum: Bat out of Hellvar
Eymundsson, Glerártorg kl. 14.00
~
Hellvar flytja lög af nýútkomnum diski sínum: Bat out of Hellvar
Eymundsson, Hafnarstræti kl. 16.00

Dr. Gunni Topp 5: Ice Cream Drum Machine - Hellvar or Enya on Cover ???

Does the cover of the Bat out of Hellvar Album looks like an Enya Album?
Hellvar
Bat out of Hellvar er komin út, fyrsta plata Hellvars. Ég sagði Heiðu að umslagið væri alveg eins og eitthvað með Enyu og henni fannst það alls ekkert sniðugt. Það var reyndar það eina sem ég gat sagt neikvætt um þessa plötu því hún er alveg þrusugóð (og auðvitað ekkert í anda Enyu). Ellefu lög mynda sterka og skemmtilega heild, dáldið súrsaða á köflum og hnausþykka, og það er alveg gráupplagt að láta þetta liggja lengi í bleyti í ipoddinum eða winampinum. Ein albesta ísl-enska plata ársins! Allir út í búð!
Everybody to the shop to buy this album !
Or look at Label Website: www.kimirecords.net
Source:
http://this.is/drgunni

Wednesday, November 28, 2007

Heida on Dr. Gunni's Blog on the topic performing in Icelandic, English or whatever

Singing in Icelandic ? Or not (anymore) ?
Bubbi Morthens mentioned in the interview @ Nordic House, organised by Grapevine Magazine for the Iceland Airwaves '07 Festival, with the journalist of Morgunbladid that 70% of the albums published in Iceland these days are song in English. He would like see (and hear) that Icelandic artists had more respect for their mother tongue. He was afraid that in the end Icelandic will disappear ...
I was talking with Gunni and Örvar of mum after their interview @ Nordic House about this issue too.
Dr. Gunni: Íslenskulöggan
Það er yndislega svalt að nota sjónvarp, síma og tölvu á meðan púkalegir nágrannar okkar smjatta á television, telephone og computer með glötuðum hreim. Helst ætti okkur öllum að þykja ýkt hallærislegt að nota slettur og fá óstöðvandi hláturskast þegar einhver aulinn lætur nappa sig með slettu á vör. Það á að vera eðlilegt forgangsatriði að tala gullfallega og tandurhreina íslensku.
Frábærast væri ef stofnuð yrði sérstök íslenskudeild hjá löggunni. Hún fengi þjálfum hjá Nirði P. Njarðvík og gúmmíkylfur, rafbyssur og víðtækar handtökuheimildir til að berjast gegn enskum áhrifum. Fyrst væri að hreinsa landið af erlendum fyrirtækjanöfnum. McDonalds og Kentucky Fried Chicken yrði vísað úr landi með starfssemi sína nema þau breyttust í Maggaborgara og Dalvíkur djúpsteiktan kjúkling.
Sérstaka vakt þyrfti fyrir gáfumannaþætti eins og Silfur Egils. Gestir fengu stuð í geirvörturnar í hvert skipti sem þeir reyndu að slá um sig með statistík, mentalítet og öðrum forljótum slettum sem vilja velta út í hita leiksins.
Taka þyrfti sérlega fast á poppurum. Enskir popptextar hafa farið í og dottið úr tísku með jöfnu millibili síðustu áratugina. Framan af var íslenskan einráð en í kringum 1970 þótti hössuðum hárboltum snögglega sem enskan væri málið. Um 1980 sungu allir á íslensku nema þungarokkarar, sem hafa alltaf litið á ensku sem ,,tungumál rokksins”. Nú er ástandið sorglegt og sáralítill metnaður fyrir hönd móðurmálsins sjáanlegur. Allir eru jú með meik í kringum bláu augun og telja það forskot að syngja á ensku, og auðvitað líka að nefna sig á ensku – Motion boys, Bloodgroup, Luxor… Íslenskulöggan þyrfti að snúa upp á hendurnar á þessu fólki og knýja fram Hreyfipilta, Blóðflokkinn og Launsyni Lúsifers.
Þegar maður heyrir í helstu vonarglætu íslenskunnar í poppi um þessar mundir, hinni metnaðarfullu Sprengjuhöll, fattar maður enn og aftur hversu miklu meira gefandi það er að hlusta á tónlist með góðum textum á íslensku. Það er eins og aukavídd bætist við. Hjá íslenskulöggunni þyrfti því poppið að vera forgangsmál, enda er popp mikilvægara en bæði ljóð og drepleiðinlegar hátíðardagskrár. Ég veit til dæmis ekkert um Jónas Hallgrímsson og hef aldrei nennt að pæla í þeim pakka, en Bjöggi og Gunni Þórðar voru hreint magnaðir þegar þeir Stóðu út í tunglsljósi.

Heida
Varðandi enska og íslenska texta: Ég sem texta fyrir Hellvar á ensku af því mér finnst það gaman og finnst enska skemmtilegt tungumál. Stundum koma setningar í hausinn á mér á ensku sem væru bara glataðar á íslensku og stundum er þessu alveg öfugt farið. Ég hef nóta bene líka samið texta á íslensku, frönsku og þýsku, og finnst þetta allt jafn gaman og allt eiga rétt á sér. Ég spyr nú: Ef einhver bandarískur tónlistarmaður myndi tala íslensku og væri að semja texta fyrir eitthvað lag, haldiði
ekki að hann myndi nota íslenskuna stundum? Ég meina, þetta er bara spurning um að skemmta sjálfum sér, maður gerir hvort eð er bara tónlist fyrir sjálfan sig, og allt annað er bónus.....Mitt innleg í mjög áhugaverða umræðu.

Thursday, November 15, 2007

Hellvar on Monitor Website

Monitor
15/11/2007
Hellvar gefur út frumraun sína
Hellvar er þriggja ára gömul hljómsveit sem var stofnuð í Berlín og gefur nú út sína fyrstu plötu: Bat Out of Hellvar. Platan var samin og tekin upp í Berlín, auk þess sem framleiðsla fór þar fram. Sveitin kann vel við sig í Berlín og hélt þar nýverið tónleika. Hún hefur einnig brugðið sér í túr um Bandaríkin og spilaði á Airwaves við góðar undirtektir. Heiða Eiríksdóttir, áður í Unun, og Elvar Geir Sævarsson eru í fararbroddi hljómsveitarinnar, en auk þeirra spilar Alexandra á gítar og Sverrir á bassa.Þann 22. nóvember kemur frumraun Hellvars út hjá kimi records, nýju útgáfufyrirtæki með aðsetur á Akureyri.

Wednesday, November 14, 2007

Ragnheiður Eiríksdóttir fræðir fyrirlestrargesti um dægurlagatexta í kvöld

Fréttablaðið
13. November 2007
Dægurlagatextar og þjóðarsálin

Mannfræðifélag Íslands stendur í vetur fyrir fyrirlestraröðinni Frásögn – Túlkun – Tengsl. Næsti fyrirlestur fer fram í kvöld kl. 20 á efri hæð kaffihússins Kaffi Sólon, Bankastræti 7a.
Yfirskrift fyrirlestrarins er „Þau minna á fjallavötnin fagurblá – Um dægurlagatexta og samfélag á seinni hluta tuttugustu aldar." Þær Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur og Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistarmaður fjalla þar um áhrif dægurlagatexta frá ýmsum sjónarhornum.
Dægurlög og textar sem þjóðin gerir að sínum og syngur á böllum, í rútuferðum, í útilegum og fjallaskálum, eru í raun hinn rétti skáldskapur þjóðarinnar. Það er fólkið í landinu sem ákveður hvað fellur þjóðarsálinni í geð, hitt hverfur; jarðvegurinn hafnar því og það nær ekki að skjóta niður rótum. Vinsældir dægurlaga og dægurlagatexta gefa þannig til kynna að þessi verk eigi erindi í sinn samtíma.
Í fyrirlestrinum er leitast við að skilja hvaða samfélag það er sem birtist í vinsælum dægurlaga textum. Hverjar eru hetjurnar, hver er staða konunnar, hverjar eru vonir og þrár þeirra sem sungið er um eða sungið er til?
Kristín Einarsdóttir
er með meistarapróf í þjóðfræði frá HÍ og starfar hún nú sem stundakennari við þá stofnun. Ragnheiður Eiríksdóttir er landsþekktur tónlistarmaður og er líkast til betur þekkt sem Heiða Eiríks.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Ricardo Domeneck

Oh, these icelandics!
What is it about Iceland that makes them produce such beautifully strange music? For a long time, Iceland meant Björk, and we do not question her importance. The island always had that genius, the madman who goes by the name of Mugison. Then, Sigur Rós came into the picture and we all realized the island hid much more than we thought, having Múm to prove us right. We still need to pay more attention to bands such as Ghostigital (from former Sugarcubes member Einar Örn Benediktsson), Trabant, the boys from Aela, or the beautiful (and still unsigned) Hellvar. The latest contribution those frozen lands have launched into our ears is another beautiful and strange creature called Benni Hemm Hemm. Their debut album, released in the continent by Morr Music, is a collection of intricately woven sad pearls. There must be something about staying indoors so long. I could love it on a wheelchair. – Ricardo Domeneck
http://oliroberts.com/flasher/newflasher/random_inspiration.php

Sunday, November 11, 2007

Saturday, November 10, 2007

Heida & Abbababb! Aftur aftur aftur aftur aftur og aftur

Heida did see the Abbababb! Musical 12 times (May 2007)
(also saw Grease 20 times and read the Harry Potter books 6 times)
Article in Fréttablaðið, May the 4th, 2007
Hefur séð söngleikinn Abbababb! tólf sinnum
Einlægari aðdáandi Abbababb vandfundinn en Heiða reynir að mæta á allar sýningar.
„Ég var veik síðast og komst ekki. Þannig að ég er bara búin að sjá tólf sýningar," segir söngkonan og pólitíkusinn Heiða sem gjarnan er kennd við Unun. Þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd með félögum sínum í Vinstri grænum á Hornafirði en fyrir dyrum stóð kosningafundur þar þá um kvöldið.
Ekki er ofsagt að segja Heiðu einlægan aðdáanda söngleiksins Abbababb sem sýndur er í Hafnarfjarðarleikhúsinu um þessar mundir. Hún er búin að sjá tólf sýningar og er hvergi nærri af baki dottin. Hún ætlar að sjá þær fleiri.
„Ég reyni að vera á öllum sýningum. Þetta er svo skemmtilegt. Og mannbætandi. Mér líður alltaf svo vel þegar ég kem út af sýningunni."
Dr. Gunni, vinur Heiðu, er höfundur söngleiksins og Heiða segir þau alveg á sömu línu með það að reyna að gera bara það sem er skemmtilegt.
„Þegar maður verður fullorðinn gleymast aðalatriðin.
Allir eru uppteknir við að græða peninga og svona. Ég hef aldrei verið mikið í því. Og þetta leikrit minnir mig rækilega á að það á bara að gera það sem er skemmtilegt."
Úr söngleiknum góða sem Heiða hefur í hávegum.
Heiðu finnst ekkert undarlegt við þetta mikla dálæti. Bendir á að þegar kvikmyndin Grease var sýnd voru dæmi um að menn færu á hana tuttugu sinnum og oftar. Og góðar bækur lesa menn aftur og aftur. Sjálf segist hún til dæmis vera búin að lesa allar Harry Potter-bækurnar sex sinnum.
„Það var ekkert planað að ég myndi mæta og mæta og hlæja," segir Heiða spurð hvort ekki hafi hreinlega komið til tals að borga henni fyrir að mæta og hvetja áhorfendur með einlægum hlátri sínum.
„En það eru reyndar hæg heimatökin. Maðurinn minn er í hljómsveitinni, spilar á gítar, og barnið okkar er á hárréttum aldri, fimm ára, og fjölskyldan er bara í þessu á sunnudögum. Launin mín felast í því að vera minnt á það að lífið á að vera skemmtilegt. Ég er alltaf að draga einhverja með mér og fólk segir alltaf eftir sýningar: Jájá, ég skil núna af hverju þú ferð aftur og aftur."
Sýningum á Abbababb lýkur síðar í þessum mánuði en Heiða vonar innilega að Abbababb verði tekið upp aftur á næsta leikári. Hún segist ekki alveg vita hvað fjölskyldan muni taka sér fyrir hendur á sunnudögum þegar sýningum lýkur. „Við verðum bara að stofna leynifélag sjálf, maðurinn minn, ég og barnið, og rannsaka óleyst mál. Hittast á leikvöllum og svona."
www.abbababb.is

Monday, November 05, 2007

Friday, November 02, 2007

Ragnheiður Eiríksdóttir in "Utsvar" TV Program @ Icelandic TV


Source Photograph: BS Myndir.com
10. þáttur 16. November 2007
Ísafjörður
Ólína Þorvarðardóttir
Halldór Smárason
Ragnhildur Sverrisdóttir
vs.
Reykjanesbær
Guðmann Kristþórsson
Ragnheiður Eiríksdóttir
Jón Páll Eyjólfsson

Source:
www.ruv.is/utsvar

Previous TV Program about Iceland & Eurovision Song Contest

Tíminn líður hratt - Hvað veistu um Söngvakeppnina?
Spurningaþáttur á léttum nótum um söngvakeppni Sjónvarpsins. Þjóðþekktir einstaklingar spreyta sig á spurningum þáttarins en 20 ár eru síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spyrill er Ragnheiður Eiríksdóttir, öðru nafni Heiða í Unun, og dómari er Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktur sem Halli í Botnleðju. Höfundur spurninga er Gísli Marteinn Baldursson. Um dagskrárgerð sjá Helgi Jóhannesson og Erla Tryggvadóttir.
Í fyrsta þætti eigast við Stelpurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Katla Þorgeirsdóttir og Hjálmarnir Guðmundur Kristinn, Sigurður Halldór Guðmundsson og Hjálmar Árnason.
Í öðrum þætti mætast Baggalútarnir Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson og þau dr. Gunni, Margrét Kristín Blöndal og Ólafur Páll Gunnarsson.
Í þriðja þætti keppa Sigga Beinteins, Helga Möller og Sigmar Guðmundsson á móti Ásgrími Sverrissyni, Kristjáni Gíslasyni og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur.
Í fjórða þætti keppa Freyr Eyjólfsson, Beta Rokk og Sigurjón Kjartansson við Trabantana Viðar Hákon Gíslason og Gísla Galdur og Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju.
Í fimmta þættinum keppa svo stigahæstu liðin til úrslita.
http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=4992235

Hellvar @ Gaukurinn 2. November 2007