The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Thursday, December 06, 2007

Review of "Bat out of Hellvar" in Monitor # 4 (December 2007)

Monitor Review by Oddur Ingi Thorsson
Hellvar fær lof fyrir sniðugt nafn á frumburð sinn „Bat Out Of Hellvar", ekki mikið meira en það. Reyndar byrjar diskurinn af krafti. Hörku gítar intro sem rennur svo mjúklega í lagið 11 types. Bara ef restin væri jafn góð og byrjunin.
Hellvar er að gera tilraunir með að blanda saman elektróník og rokki. Blanda sem þau fara ekki vel með. Þetta er æðislega óspennandi finnst mér. Ég hélt að Heiða kynni að syngja? Hún ætti að halda sig við Dr. Gunna og syngja í Evróvision. Þar hefur hún allavega snefil af sjarma. Svona innst inni veit maður samt að hún á aldrei eftir að vinna. Það er svipað uppi á teningnum hér á þessari skífu. Hellvar reynir og reynir, en rjúpunni við staurinn gengur betur.
Lögin byggja á einföldum trommutöktum og einföldum melódíum. Það er svo sem ekki slæm pæling en virkar ekki hjá Hellvar því miður. Flest lögin byrja á trommutakti, en trommusándið er pirrandi og taktarnir leiðinlegir. Ég vil nefna hér sérstaklega lagið „Like I Ache" sem er eitt mesta rúnk sem ég hef heyrt. Hver var pælingin á bak við það? Falskt öskur sem sker í eyrun. Það kaldhæðnislega er að lagið „Kjaftæði" er strax á eftir því. Sem er reyndar eini ljósi punkturinn á plötunni. Það er kjaftæði.
Sem betur fer er þessi 11 laga skífa bara rétt rúmur hálftími að lengd. Það er kannski annar plús. Ég vona allavega að það komi ekki „Bat Out Of Hellvar II: Back Into Hellvar", þó það yrði eftir 16 ár. Meatloaf yrði örugglega brjálaður. Og ég líka.

No comments: