The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Friday, July 30, 2010

Hellvar spilar í Bandaríkjunum

Fréttablaðið, 30. July 2010
Hellvar spilar í Bandaríkjunum
Hellvar stekkur í stúdíó í september og tekur upp nýja plötu með trommara í stað trommuheila innanborðs.
Hellvar stekkur í stúdíó í september og tekur upp nýja plötu með trommara í stað trommuheila innanborðs.
Hljómsveitin Hellvar leggur í tónleikaferð til Bandaríkjanna eftir helgi. Bandið kemur fram í norðurhéruðum New York-ríkis á þremur tónleikum og endar ferðina á tónleikum í New York.
Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar í New York-ríki, en árið 2007 spilaði hún á nokkrum velheppnuðum tónleikum. Hellvar hefur nú verið boðið að leika á Hudson Harbor Fest þann 7. ágúst, en það er menningarhátíð Hudson-borgar sem haldin er árlega.
„Aðilar sem eru í menningarnefnd Hudson-borgar og sjá um þessa menningarhátíð, sáu okkur spila þarna árið 2007. Þeim leist vel á okkur og ákváðu að athuga hvort við værum til í að koma fram á hátíðinni," segir Heiða Eiríksdóttir, söngkona Hellvar. Hefð er fyrir því að para saman Bandarískt band og erlent band á hátíðinni og er það harðkjarnasveitin Cosmopolitian frá Kaliforníu sem Hellvar kemur fram með 7. ágúst.
„Við vorum búin að vera að plana það að spila þarna með vinum okkar frá Berlín sem búa í New York þannig að við pússluðum þessu saman þegar við fengum þetta boð," segir Heiða. En Hellvar mun spila á Party Expo í Brooklyn með hljómsveitunum Small Devices, Soft skin og Great Tiger þann 9. ágúst.
Í september mun Hellvar síðan hefja upptökur á nýrri plötu með nýjum trommara sem bættist í hópinn snemma á þessu ári. „Það verður spennandi að heyra hvað kemur út úr þeim þar sem það hefur orðið smá breyting á okkur. Þó Hellvar-sándið verði alveg til staðar þá grunar mig að það verði aðeins meira rokk og aðeins meiri hávaði í okkur núna," segir Heiða.

No comments: