
Article in School Magazine
Fjolbrautaskola Sudurnesja (FS)
30 Ara Afmaelisrit 1976-2006
"30 years Anniversary" 1976-2006 Special Issue
Ragnheidur Eiriksdottir (Heida i Unun)
Hvenær útskrifaðist þú og hver er núverandi
staða þín og menntun?
Ég útskrifaðist árið 1993 af málabraut í F.S. Árið 1994 hóf ég nám í ensku í Háskóla Íslands, en það átti ekki við mig og ég skipti yfir í heimspeki.
Heimspekina stundaði ég hægt og bítandi meðfram tónlist í ein átta ár, með hléum til að búa erlendis og fleira, en lauk loks BA í heimspeki
árið 2003. Hóf strax framhaldsnám í heimspeki, og tek það nám meðfram fullri vinnu á RÚV, lausaskrifum á Mogganum og því að vera tónlistarmaður. Árið 2004-2005 var ég Erasmus-skiptinemi í Berlín, og bætti þar við mig þýsku,
sem ég var vægast sagt hræðilega léleg í þegar ég var í F.S. en þar tók ég meira í frönsku en þýsku... Í dag er ég semsagt: Tónlistarmaður, útvarps-dj, tónlistarskríbent og eilífðarstúdent.
Hver er ástæða þess að þú sóttir nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja?
Ég bjó í Keflavík. Hugkvæmdist líklega ekki að taka rútuna og fara í skóla annars staðar. Í dag myndi ég kannski íhuga að fara í F.B. því þar er gott listanám. Í staðin var ég í leiklist, tónlist, og skemmtinefndastörfum án afláts alla skólagönguna, svo líklega hef ég bara haft gott af því að þurfa að búa til listalífið mitt sjálf.
Manst þú eftir einhverju eftirminnilegu á námsárunum í FS?
Hver einasti dagur var skemmtilegur, af því ég vildi að hann væri það. Ég man eftir antísportista-klúbbi sem ég og fullt af krökkum stofnuðum.
Til að fá inngöngu þurfti að sannfæra hina um það að maður virkilega HATAÐI íþróttir. Ég man eftir því að rífa Íþróttablaðið í tætlur og éta bitana vegna ógeðs míns á íþróttum. Minnir að einhver karlkyns meðlima antísportistaklúbbsins hafi migið á Íþróttablaðið. Svo man ég bara eftir
æðislegum og góðum og skilningsríkum kennurum eins og Borgþóri listakennara, Guðrúnu Erlu þýskukennara, Hjálmari Árnasyni íslensku-
kennara og fleirum sem hvöttu mig áfram og inspireruðu mig í að vera bara áfram eins og ég er.
Source:
http://www.vf.is/resources/Files/578_FS30ara.pdf
No comments:
Post a Comment