The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Thursday, January 18, 2007

Article about Heida in School Magazine Fjolbrataskola Sudurnesja (FS)


Article in School Magazine
Fjolbrautaskola Sudurnesja (FS)
30 Ara Afmaelisrit 1976-2006
"30 years Anniversary" 1976-2006 Special Issue

Ragnheidur Eiriksdottir (Heida i Unun)

Hvenær útskrifaðist þú og hver er núverandi
staða þín og menntun?
Ég útskrifaðist árið 1993 af málabraut í F.S. Árið 1994 hóf ég nám í ensku í Háskóla Íslands, en það átti ekki við mig og ég skipti yfir í heimspeki.
Heimspekina stundaði ég hægt og bítandi meðfram tónlist í ein átta ár, með hléum til að búa erlendis og fleira, en lauk loks BA í heimspeki
árið 2003. Hóf strax framhaldsnám í heimspeki, og tek það nám meðfram fullri vinnu á RÚV, lausaskrifum á Mogganum og því að vera tónlistarmaður. Árið 2004-2005 var ég Erasmus-skiptinemi í Berlín, og bætti þar við mig þýsku,
sem ég var vægast sagt hræðilega léleg í þegar ég var í F.S. en þar tók ég meira í frönsku en þýsku... Í dag er ég semsagt: Tónlistarmaður, útvarps-dj, tónlistarskríbent og eilífðarstúdent.
Hver er ástæða þess að þú sóttir nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja?
Ég bjó í Keflavík. Hugkvæmdist líklega ekki að taka rútuna og fara í skóla annars staðar. Í dag myndi ég kannski íhuga að fara í F.B. því þar er gott listanám. Í staðin var ég í leiklist, tónlist, og skemmtinefndastörfum án afláts alla skólagönguna, svo líklega hef ég bara haft gott af því að þurfa að búa til listalífið mitt sjálf.
Manst þú eftir einhverju eftirminnilegu á námsárunum í FS?
Hver einasti dagur var skemmtilegur, af því ég vildi að hann væri það. Ég man eftir antísportista-klúbbi sem ég og fullt af krökkum stofnuðum.
Til að fá inngöngu þurfti að sannfæra hina um það að maður virkilega HATAÐI íþróttir. Ég man eftir því að rífa Íþróttablaðið í tætlur og éta bitana vegna ógeðs míns á íþróttum. Minnir að einhver karlkyns meðlima antísportistaklúbbsins hafi migið á Íþróttablaðið. Svo man ég bara eftir
æðislegum og góðum og skilningsríkum kennurum eins og Borgþóri listakennara, Guðrúnu Erlu þýskukennara, Hjálmari Árnasyni íslensku-
kennara og fleirum sem hvöttu mig áfram og inspireruðu mig í að vera bara áfram eins og ég er.

Source:
http://www.vf.is/resources/Files/578_FS30ara.pdf

No comments: