
Hljómsveitin Hellvar er stödd í Berlín þar sem leikið verður á fernum tónleikum. Hljómsveitin var einmitt stofnuð í Berlín fyrir rúmum tveimur árum og á þremur tónleikanna leikur hún með bandarísku sveitinni Zahnarzt sem var samtíða meðlimum Hellvars þar.
Heiða Eiríksdóttir er söngkona Hellvars en aðrir meðlimir eru Elvar Sævarsson, sem spilar á gítar og sér um forritun, og Flosi Þorgeirsson bassaleikari. Innan tíðar kemur út breiðskífa frá Hellvar en heyra má lög af henni á www.myspace.com/hellvarmusic.
No comments:
Post a Comment