The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Sunday, November 12, 2006

Heida - Rokkad eftir Rammstein - Article in Newspaper Morgunbladid

Morgunblaðið
15.6.2001

Rokkað eftir Rammstein

Söngkonan Heiða heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld. Ætlunin er að halda áfram nettu rokkstuði eftir að Rammstein-tónleikunum í Laugardalshöllinni lýkur en tónleikar Heiðu hefjast upp úr miðnætti.
"Við erum rokkhljómsveitin Heiða og heiðingjarnir," segir Heiða og kímir. "Við ætlum okkur að vera með hæfilega blöndu af rokki, pönki og poppi og höfum lagt dag við nótt að æfa okkur. Við erum komin með þokkalega dagskrá en við teljum einmitt að það vanti svona rokkböll. Það gefur nú tóninn ef maður er á leiðinni á Rammstein-tónleika að mann langi til að halda áfram á eftir."
Heiða segir þau vera fjögur í sveitinni. "En þess má geta að söngkona hljómsveitarinnar hefur einstakling innra með sér þannig að við erum eiginlega fimm," bætir hún við og hlær. Sveitin er annars skipuð þeim Birgi Baldurssyni trommuleikara; Sverri Ásmundssyni bassaleikara og Elvari Sævarssyni gítarleikara. Heiða sér síðan um söng og gítarleik.
"Við ætlum að halda uppi stemmningunni til kl. 3.00," tilkynnir Heiða. "Nema það verði svo ógeðslega gaman að við þurfum að taka öll lögin aftur. En við eigum sem sagt nóg af lögum til kl. 3.00."
Miðaverð er kr. 500 og gerjaður gosdrykkur fylgir til kl. 1.00.

No comments: