The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Friday, November 03, 2006

Hellvar and Museum Project - Tonlistarproject "Hellvar ekki Helvar"

12.XII.2005 until 6.I.2006 there was held a Tonlistarproject by Hellvar "Hellvar ekki Helvar" (Hellvar not Helvar) in a Museum in Keflavik.
HELLVAR –EKKI HELVAR
Laugardaginn 17. desember kl.15.00 er opnun í sýningarýminu Suðsuðvestur í Keflavík. Að þessu sinni ætlar hljómsveitin Hellvar að gera sig heimakomin í rýminu með allar sínar græjur og taka upp tónlist. Hellvar er lítil hugmynd sem óx og óx og er nú orðin að veruleika. Upphaflega varð Hellvar til þegar Heiða og Elvar rugluðu saman reitum sínum og komu fram á Innipúkanum 2003, þá í Iðnó, en nafnið var þá skrifað á plaggöt með einu elli, Helvar, og sú prentvilla hefur dulítið fylgt hljómsveitinni síðan. Þarna í Tjarnarbíói voru skötuhjúin að spila órafmagnað á gítara og syngja hugljúft með, og svo varð ekkert meira úr því, en nafnið var til. Skömmu síðar bað Berglind Ágústsdóttir Hellvar um að semja með sér lög, og urðu þá til slagarar eins og Kúrekastelpan og Gangsterrappari.

Hellvar fluttist síðan til Berlínar haustið 2004 og í stað þess að leggja stíft stund á Heimspekinám eins og til stóð, lögðu þau stund á tónlistarsköpun. Í Berlín fann Hellvar sitt sanna sjálf, sem flokkast undir rafrokk með popp- og pönkáhrifum. Eflaust hefur staðsetningin Berlín fyllt Hellvar áhrifum, því það festist við Hellvar að nota trommuheila eins og þýskir frumkvöðlar eins og Kraftwerk og D.A.F. gerðu gjarnan. Er heim til Íslands var komið eftir ársdvöl í Berlín héldu Hellvar nokkra tónleika, og spiluðu þá meðal annars á Innipúkanum 2005, og þar var um allt annan Hellvar að ræða en þann fyrri, því Elvar og Heiða voru nú sjóaðir rafrokkarar þar sem þau voru iðin við að spila úti í Berlín. Samt voru þau ekki fullkomlega ánægð með hljóminn og fengu því til liðs við sig Flosa Þorgeirsson á bassa, og þannig spiluðu þau til dæmis á Iceland Airwaves 2005.
Þau hafa nú lagt í það skemmtilega verkefni að halda svokallaða „opna vinnustofu“, en þau ætla að fylla sýningarýmið SSV í Keflavík af græjum og semja þar splunkunýtt efni, eins og andinn ber þeim í brjóst á þessum nýja og framandi stað. Eina reglan sem þau ganga inn með er að ekkert má nota af hugmyndum sem nú þegar eru fæddar en ekki er búið að vinna úr. Verkið verður því innsetning um leið og um gerð hljómdisks verður að ræða, og ekkert er vitað um útkomuna, (sjálfan diskinn) fyrr en ferlinu, (sem er sýningin sjálf), lýkur. http://www.sudsudvestur.is/myndir%20hellvar.htm

No comments: