The Fanpage of the Icelandic band Hellvar by Wim Van Hooste

Saturday, November 04, 2006

Rjominn.Is - Heida Interview 26.X.2006

Öll svörin
Ragnheiður Eiríksdóttir
26.10.2006
Heiða er valinkunnur andans maður, næturvörður, heimspekiprinsessa og síðast en ekki síst hörku söngkona og tónlistarmaður.

Veit hún öll svörin?
Heiða færir okkur öll svörin.
Gaman að því.

Besta lag í heimi er...
Wichita Lineman með Glen Campbell
Besta plata í heimi er...
The Rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars með David Bowie
Af hverju eru ekki allir að hlusta á ...
Purrk Pillnikk?
Öll börn ættu að sofna við að hlusta á...
Rammstein.
Allir ættu að hlusta að minnsta kosti einu sinni á ævinni á...
Bob Dylan
Bestu tónleikar sem ég hef séð voru ...
Fyrri Sonic Youth tónleikarnir á Nasa í fyrra, 2005.
Þeir tónleikar sem ég sá ekki en vildi mest hafa séð eru ...
Sonic Youth tónleikarnir sem ég missti af á Reading 1996.
Plöturnar sem mótuðu unglingsárin mín eru...
Ziggy Stardust með David Bowie, Hunky Dory með David Bowie, The most of the Animals, Hljómar (með lituðu andlitunum framaná), Deep Purple in rock, Led Zeppelin I, Daydream Nation með Sonic Youth, Miranda með Tappa Tíkarrass, Tilf með Purrki Pillnikk og Rokk í Reykjavík.
Þegar ég geng í kringum tjörnina á elliárunum vil ég hlusta á ...
Einhverja ótrúlega furðulega tónlist sem verður ný þá...og Rammstein.
Ég er það sem ég er af því ég hlustaði á ...
Bítlana þegar ég var lítil.
Ég vildi að ég hefði samið...
Wichita Lineman
Sá texti sem hrærir mest í hjarta mínu er...
Tie a yellow ribbon round the old oak tree!!!
Besta bömmerlag í heimi er...
You're a big girl now með Bob Dylan.
Í eigin hugarheimi gangandi um öngstræti lífsins hlusta ég helst á... Japanskt noise og japanska teknódiskinn minn sem heitir Homegrown beats, eða á Can.
Þegar ryksugutónarnir óma finnst mér að undir eigi að hljóma...
Hávaðarokk með grípandi gíturum, HAM til dæmis.
Ég var ástfangnastur unglingur þegar ég hlustaði á...
uuuu var aldrei neitt sérlega ástfanginn sem unglingur, nema þá kannski bara af David Bowie.
Í sturtunni er best að syngja...
Á Bítlalög, eða Bohemian Rhapsody með Queen.
Ég myndi helst vilja spila í bandi með (lífs eða liðnir)...
John Lennon á gítar, Ringo Starr á trommur, Thurston Moore (S.Y.) gítar og söngur, Kevin Shields (My bloody valentine) gítar og hávaði og Jean-Jaques Burnell (Stranglers) á bassa. Ég myndi syngja.
Þú ættir að hlusta á...
Hellvar
(Heiða fékk að bæta við einni spurningu)
Hvað er fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa sungið með?
Lagið „Miles from nowhere“ af plötu Cat Stevens ,,Tea for the tillerman”. Frábært lag.

http://www.rjominn.is/articles/show/145

No comments: